Umsjón með heilsueflingu og mannfræðingar

Foto: Leger Uten Grenser/Rob Verrecchia

Umsjón með heilsueflingu og mannfræðingar


Umsjónarmenn með heilsueflingu hafa bein tengsl við samfélögin utan veggja sjúkrahúsa okkar.

Hjem > Island > Hlutverk > Umsjón með heilsueflingu og mannfræðingar

Sem umsjónarmaður með heilsueflingu verður þú hluti af lækningateymi og berð ábyrgð á því að samræma upplýsingaflæði og fræðslu til stuðnings heilsueflingar. Sem dæmi má nefna: Kynningar á læknisþjónustu, þjálfun í hreinlæti, upplýsingar um málefni sem tengjast heilbrigði móður og barns, vannæringu, malaríu, alnæmi, ebólu o.s.frv. Þú gætir starfað við neyðaraðstæður (bólusetningarherferðir, vannæringu eða kóleru) eða starfað við verkefni til lengri tíma (HIV/alnæmi, berkla, malaríu o.s.frv.). 

Umsjónarmenn Lækna án landamæra við heilsueflingu starfa við margs konar aðstæður: 

  • Neyðaraðstæður (náttúruhamfarir og af manna völdum). 
  • Langvinnt og stöðugt neyðarástand. 
  • Með útilokuðum og jaðarsettum hópum (þolendum kynferðisofbeldis, minnihlutahópum, innflytjendum o.s.frv.). 
  • Við samþættingu nýrra lækningaaðferða í rótgrónu fyrirkomulagi lækninga (HIV/alnæmi, berkar, lifrarbólga C, ebóla o.s.frv.)
Umsjónarmaður með heilsueflingu heldur kynningarfund um forvarnir og viðbrögð við malaríu í heimsókn til færanlegrar heilsugæslustöðvar í þorpinu Kondavai á landamærum Telangan og Chhattisgarh. Ljósmynd: Ekki vitað/MSF


Hæfni

  • MA í mannfræði, félagsfræði eða heilsueflingu. 
  • 2. ára viðeigandi starfsreynsla, svo sem í heilsueflingu, heilbrigðisforvörnum, félagsráðgjöf eða samþættingu á mannafla. 

Lengd verkefna

6 til 12 mánuðir 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen