Kostir og þróunarmöguleikar

Foto: Louise Annaud/Leger Uten Grenser

Kostir og þróunarmöguleikar


Sama hvar og hvers konar starfi þú sinnir á vettvangi, færð þú einstakt tækifæri til þess að vaxa bæði í starfi og persónulega.

Hjem > Island > Kostir og þróunarmöguleikar
28.05.2021 | Oppdatert 07.06.2021
        

Við erum háð því að þú getir starfað árangursríkt frá fyrsta vinnudegi og búir yfir þeirri nauðsynlegu tæknilegu færni sem staða þín krefst. Þess vegna ráðum við einungis fagfólk með fyrrum starfsreynslu. Markmið okkar er að veita hágæða skilvirka heilbrigðisþjónustu þeim sem mest þurfa á henni að halda og því fljótari sem nýir vettvangsstarfsmenn eru að setja sig inn í verkefnin og sinna hlutverkum sínum, þeim mun meiri áhrif er hægt að hafa.

Lengd verkefnanna

Dæmigert fyrsta verkefni á vettvangi stendur yfir í sex til tólf mánuði. Það er vegna þess að allir vettvangsstarfsmenn þurfa tíma til að aðlagast vinnunni og umhverfinu til að geta tekið á sig verulega ábyrgð innan verkefnisins. Stöðugleiki í teyminu er sömuleiðis mikilvægur yfir ákveðin tímabil, bæði fyrir þá fjölmörgu heimamenn sem starfa með okkur og fyrir sjúklingana.

Verkefni getur staðið yfir í styttri tíma ef um neyðarástand er að ræða eða brýna þörf vegna sérstakra aðstæðna. Einstaka vettvangsverkefni eru sett í gang til að bregðast við skyndilegum og umfangsmiklum hamförum, hvort sem um er að ræða náttúruhamfarir eða aðra neyð, og þarfnast þau reynsluríks starfsfólks sem er til taks með stuttum fyrirvara og í skemmri tíma. Þar að auki geta til dæmis skurðlæknar, fæðingalæknar/kvensjúkdómalæknar og svæfingalæknar verið undanþegnir kröfunni um sex til tólf mánaða viðveru við fyrsta verkefni, vegna þeirrar ábyrgðar sem viðkomandi ber ef hann er sá eini á svæðinu með ómissandi hæfni til að bjarga mannslífum.

Tegundir þátttöku

Vettvangsstarfsmenn okkar eru með sérstakan mannauðsstjóra sem ber ábyrgð á faglegum prófíl þeirra og vinnur með þeim að þróun starfsferils. Með tímanum mun fjöldi langtíma atvinnutækifæra með aukinni ábyrgð, umfangi og flækjustigi standa til boða - og möguleikinn á því að hafa áhrif á stefnumótun stofnunarinnar á stjórnunarstigi.

Það er okkur mikilvægt að starfsmenn sjái fram á langvarandi þátttöku í vettvangsvinnu með Læknum án landamæra. Þessi þátttaka getur tekið á sig mismunandi myndir og með tímanum er hægt að þróa mismunandi samningsgerðir sem fullnægja þörfum bæði einstaklingsins og stofnunarinnar. Verkefnin spanna allt frá samningum um einstaka verkefni til langtíma samninga um starfsferil, háð því hverskyns þátt vettvangsstarfsmaður vill taka, samhliða rekstarþörfum okkar.

Nám og þróun

Við hjá Læknum án landamæra skuldbindum okkur til að veita vettvangsstarfsmönnum okkar stöðuga þróun í starfi. Við veitum þeim aðgang að mismunandi tegundum þjálfunar sem byggir upp þá færni og tækniþekkingu sem þarf til að geta tekið á sig meiri ábyrgð á vettvangi. Þetta tryggir að við sem stofnun getum brugðist við brýnustu og mikilvægustu þörfum þess fólks sem við aðstoðum um allan heim, jafnvel þegar það krefst þröngrar og mjög sérhæfðrar þekkingar frá heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í stuðningshlutverkum.

Þjálfunarferlin geta verið allt frá tungumálaþjálfun til sérhæfðra læknismeðferða og samskiptareglna, til stjórnunar og forystu - sem og fjölda annarra tækifæra sem máli skipta fyrir faglegan bakgrunn og metnað starfsframa hvers og eins.

Laun, þóknun og skilyrði

Laun fyrir vettvangsvinnu er þóknun sem ætlað er að endurspegla mannúðarandann í sjálfboðavinnu, um leið og umbunað er fyrir hollustu við samtökin og velunnara þeirra með tímanum.

Heildarupphæð upphafsþóknunar á mánuði er u.þ.b. 14.500 NOK, óháð faglegum bakgrunni þínum og stöðu. Þóknuninni er ætlað að standa straum af núverandi útgjöldum sem þú hefur heima fyrir meðan þú ert á vettvangi. Þar að auki færð þú þóknun sem yfirleitt nær yfir útgjöld á vettvangi. Eftir fyrstu 12 mánuðina á vettvangi hækka laun allra starfsmanna á grundvelli hæfni, reynslu og aukinnar ábyrgðar.

Læknar án landamæra bjóða uppá og sjá um:

  •     Viku undirbúningsnámskeið ásamt öðrum nýliðum (ferðir og uppihald innifalið)

  •     Nauðsynlegar bólusetningar

  •     Nauðsynlegar vegabréfsáritanir og atvinnuleyfi

  •     Uppihald og ferðakostnað til Osló og hugsanlega aðalskrifstofunnar í Evrópu fyrir nauðsynlegan kynningarfund áður en lagt er af stað á vettvang

  •     Mánaðarlaun frá 14.500 NOK brúttó

  •     Hækkun launa eftir 12 mánuði á vettvangi, og frá því með reglulegu millibili á máta sem endurspeglar faglega hæfni, fyrri reynslu og aukna ábyrgð.

  •     Launað leyfi, 25 daga á hverju ári, 30 daga ef þú ert með samning uppá tólf mánaða verkefni.

  •     Dvalarstyrkur í staðbundinni mynt, greiddur meðan á vettvangsverkefni stendur

  •     Gisting meðan á vettvangsverkefni stendur

  •     Ferðir fram og til baka af vettvangi

  •     Sjúkratrygging, örorkutrygging og líftrygging

  •     Brottflutningur af læknisfræðilegum ástæðum (eftir þörfum)

  •     Skaðabætur (vegna heilsufars)

  •     Farangurstrygging

  •     Sálfræðileg eftirfylgni eftir verkefni

Þjálfun og þróun

Eftir ráðningu:

  •     Móttaka og innleiðing inn í starfshætti

  •     Undirbúningsnámskeið fyrir brottför

  •     Kynning í Noregi: undirbúningsumræður fyrir brottför

  •     Samræmingarfundur í höfuðborginni á verkefnastaðnum

  •     Aðgangur að námskeiðum á netinu

Námskeið sem eru aðgengileg á ferli þínum sem vettvangsstarfsmaður:

  •     Tungumálanámskeið

  •     Forystuþróun, þar á meðal í leiðbeinanda- og markþjálfaformi. Lestu meira hér

  •     Sérhæfingarnámskeið í þínu fagi

 

 

 LESA LÌKA 
 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen