Öryggi

Foto: Leger Uten Grenser / William Martin

Öryggi


Hjem > Island > Öryggi
20.05.2021 | Oppdatert 07.06.2021
        

Verkefni okkar er að færa fólki í neyð heilbrigðisþjónstu. Það þýðir að vinnan getur farið fram á átakasvæðum, með þeirri áhættu sem því fylgir með tilliti til heilbrigðis, umhverfis og öryggis. Það er ómögulegt að útiloka alla áhættu, en við sem samtök gerum okkar allra besta til að minnka áhættuna með öryggisráðstöfunum. Hvert og eittvettvangsverkefni hefur strangar, ítarlegar öryggisreglur og öryggisáætlanir, sem byggist á nákvæmri greiningu á hinum aðstæðum. Ávallt er fylgst náið með aðstæðum og öryggisákvarðanir uppfærðar eftir þörfum. Á vettvangi verða allir vettvangsstarfsmenn að hlíta gildandi öryggisreglum og reglugerðum - sé þessu ekki hlýtt mun það leiða til uppsagnar og að viðkomandi sendur heim.

Reglur um öryggi í þínu verkefni geta takmarkað ferðafrelsi þitt, eða möguleika til að umgangast heimamenn utan vinnutíma. Þú getur verið í útgöngubanni og neyðast til að dvelja innanhúss eða á stöðinni þar sem þú býrð þegar vinnudegi lýkur. Stundum býrð þú á sama stað og þú vinnur. Það er mikilvægt að hafa í huga þessar takmarkanir áður en þú sækir um starf á vettvangi. Fólk bregst mismunandi við, þannig að það er mikilvægt fyrir þig að íhuga hvernig þú munir bregðast við að halda til á sama stað, með sama fólki í langan tíma.

Að vinna fyrir Lækna án landamæra er einstaklingsbundið val. Hver og einn verður að finna út hvaða áhættustig og hvaða kringumstæður eru ásættanlegar. Starfsfólk á vettvangi fær almenna kynningu á öryggi á vettvangi í undirbúningsnámskeiði, en það er námskeið sem þú þarft að taka fyrir brottför, ásamt því að þegar þú færð tilboð um verkefni færð þú kynningu á sértækum öryggiskröfum.

Læknar án landamæra vilja vera opin um að það er alltaf ákveðin áhætta tengd starfi hjá okkur. Við höfum, sem samtök, ákveðið að samþykkja áhættu að vissu marki til þess að geta innt af hendi starf okkar og veitt heilbrigðisþjónsutu til þeirra sem þarfnast okkar mest. Það er grundvallaratriði að hver starfsmaður á vettvangi geri sér grein fyrir, skilji og samþykki að það verður aldrei mögulegt að útiloka alla áhættu. Fyrir brottför verður þú að gera þér grein fyrir því og samþykkja að öryggi er sameiginleg ábyrgð, bæði hvers einstaklings, teymisins og samtakanna.

Einmitt þess vegna geta vettvangsstarfsmenn neitað vettvangsverkefni ef þeim finnst áhættan við að starfa í ákveðnu samhengi ekki vera ásættanleg. Þeir geta líka hvenær sem er á dvalartímanum beðið um að fá að fara heim ef þeim finnst áhættan vera of mikil. Þetta mun undir engum kringumstæðum hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir verkefni í framtíðinni.

Það er þess virði að hugleiða eftirfarandi spurningar:

  • Átt þú í erfiðleikum með að hafa takmarkað ferðafrelsi um lengri tíma?

  • Vilt þú taka persónulega áhættu til þess að hjálpa fólki í neyð?

Þetta myndband útskýrir hvaða áhættu vettvangsstarfsfólk okkar tekur og hve langt við göngum til að vernda starfsfólk og gæta öryggis þess.

 

 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen