Skurðhjúkrunarfræðingar

Foto: Leger Uten Grenser / Patrick Zachmann

Skurðhjúkrunarfræðingar


Skurðhjúkrunarfræðingar okkar vinna oft í neyðarteymum með bráðasjúklinga með áverka á átakasvæðumeða eftir náttúruhamfarir.

Hjem > Island > Hlutverk > Skurðhjúkrunarfræðingar

Gera þarf ráð fyrir því að greiningarbúnaður og aðstaða á skurðstofum sé takmörkuð, sama hvar þú starfar og það er ekki einu sinni öruggt að þú hafir aðgang að röntgenbúnaði.

Sem skurðhjúkrunarfræðingur hjá Læknum án landamæra berð þú ábyrgð á skurðstofu, vöknunardeild og sótthreinsiteyminu. Þú munt bera ábyrgð á þjálfun og eftirfylgni á því innlenda starfsfólki sem er í þínu teymi.  

Auk þess er nauðsynlegt að hafa náið samstarf við skurðlækna,svæfingalækna, stjórnendur sjúkradeilda og birgðastjórnunarteymið.

Sé um neyðartilvik að ræða sem krefst sérþekkingar þinnar gætum við þurft að biðja þig um að mæta á vettvang með mjög stuttum fyrirvara. Þú gætir líka þurft að vera á vakt allansólarhringinn alla daga á meðan verkefnið stendur yfir. Læknar án landamæra bjóða þó skurðhjúkrunarfræðingum tækifæri til taka að sér styttri verkefni en jafnan eru í boði. 

Hæfni

  • Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi. 
  • Reynsla af almennum skurðlækningum, og/eða áverkum, bæklunarlækningum eða fæðingarfræði. 
  • Almenn þekking á öllum verkefnum á skurðstofum (verður að vera fær um að þjálfa starfsmenn og stjórna á skurðstofu). 
  • Geta til að vinna í lágtækniumhverfi. 
  • Tilbúin/n til starfa á vettvangi í minnst 3 mánuði. 

Æskileg viðbótarhæfni

  • Stjórnunarreynsla sem skurðhjúkrunarfræðingur. 
  • Getur mætt til starfa með stuttum fyrirvara (í neyðartilfellum gætu skurðhjúkrunarfræðingar þurft að leggja af stað innan 24 – 48 klst.). 
  • Lestu meira um það að vera hluti af skurðlækningateyminu hér.

Eftirfarandi upplýsingar VERÐA að koma fram í ferilskrá:

  • Nákvæm útlistun á því hvaða skyldum þú hefur gengt og hvað hefur heyrt undir þína ábyrgð innan skurðstofunnar. 
  • Hver er þín reynsla og hvaða hlutverki þú hefur sinnt á sviði sótthreinsunar og hreinlætis. 
  • Hvernig skurðaðgerðum þú hefur reynslu af. 
  • Fjöldi og gerð (stærri/minni) aðgerða á mánuði í skurðstofum sem þú hefur reynslu af. 
  • Fjöldi starfsmanna sem þú vinnur með og/eða stjórnar í skurðstofum. 
  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen