Vinna fyrir okkur

Foto: Tim Dirven/Panos Pictures

Vinna fyrir okkur


Læknar án landamæra þurfa fleiri faglærða og hæfa heilbrigðisstarfsmenn auk annars konar hjálparstarfsfólk til að veita lífsbjargandi neyðaraðstoð þar sem þörfin er mest.

Hjem > Island > Vinna fyrir okkur
10.01.2018 | Oppdatert 07.06.2021
        

Umsóknarferlið

Umsóknarferlið felur í sér nokkur skref. Fyrst kynnir þú þér hvað felst í því að vera starfsmaður samtakanna. Í framhaldi óskum við eftir því að þú komir á kynningarfund hjá samtökunum. Ef slíkur fundur er ekki í boði getur þú lesið um það sem máli skiptir á heimasíðu okkar.

Ef þér finnst sem slík störf séu eitthvað fyrir þig sækir þú formlega um í gegnum heimasíðu okkar.

Þú þarft ekki að tala norsku til að vinna með okkur. Upplýsingar um ráðningarferlið og þau störf sem eru í boði er hægt að nálgast á ensku á heimasíðu belgíska hluta Lækna án landamæra.

Umsóknin þín verður síðan metin með hliðsjón af menntun þinni, starfsreynslu, tungumálakunnáttu og þörfum samtakanna fyrir tiltekna hæfni á hverjum tíma. Ef bakgrunnur þinn fellur að okkar þörfum, verður haft samband við þig símleiðis til að fá viðbótarupplýsingar áður en við getum boðið þér í formlegt viðtal. Uppfyllir þú kröfur samtakanna þá verður þér boðið á upplýsingafund og námskeið áður en þú verður send(ur) á vettvang.

Foto: Markel Redondo.


LAGALEG ATRIÐI

Ef þú hefur búsetu í Noregi, kennitölu og bankareikning, getur þú unnið samkvæmt norskum samningi. Ef ekki, verður samningur gerður við þá rekstrarskrifstofu MSF sem stýrir því verkefni sem þú verður að vinna í. Eftirfylgni verður þó áfram í gegnum skrifstofu MSF í Noregi.

Þó samningur þinn sé gerður við aðra rekstrarskrifstofu munt þú engu að síður hafa sterk tengsl við norsku skrifstofu samtakanna. Þar mun starfsfólk aðstoða þig við allan undirbúning fyrir ferðalag, vinna að starfsþróun þinni og sinna nauðsynlegri eftirfylgni. Nánari upplýsingar veitir starfsmannaþjónusta Lækna án landamæra í Noregi.

Störf á skrifstofunni í Osló

Á skrifstofunni í Osló bjóðast endrum og eins stöður í mismunandi deildum og verkefnum. Þar er einnig mögulegt að vinna sem sjálfboðaliði. Lestu meira um það hér (á norsku).

 lesa líka 
 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen