Störf okkar og gildi

Foto: Borja Ruiz Rodriguez / Leger Uten Grenser

Störf okkar og gildi


Hjem > Island > Störf okkar og gildi
10.01.2018 | Oppdatert 15.07.2019
        

Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, leggja samtökin áherslu á gleymdar krísur og vekja athygli á misnotkun og óréttlæti í gegnum það sem við köllum ”temoniage” – sem er franska og þýðir ”að bera vitni”.

Samtökin eru skipulögð með það fyrir augum að geta brugðist hratt við og eru með mikinn fjölda af heilbrigðis- og hjálparstarfsfólki í yfir 65 löndum.

Stefnuskrá Læknar án landamæra

Stefnuskrá Læknar án landamæra eru ”grundvallarreglur” samtakanna. Þar koma fram þær mannúðar- og læknasiðareglur sem við og allir okkar starfsmenn starfa eftir.

Lestu um stefnuskrá samtakanna hér á norsku, eða hér á ensku.

 Foto: Borja Ruiz Rodriguez / Leger Uten Grenser

 

Neyðaraðstoð í yfir 40 ár

Læknar án landamæra hafa síðan 1970 veitt mannúðar- og heilbrigðistengda neyðaraðstoð þar sem þörfin er mest og borið vitni um atburði sem eiga sér stað þar sem við vinnum.

Fyrsta mannúðarverkefni Lækna án landamæra var í Níkaragva árið 1972. Síðan þá höfum við sent fólk á vettvang um allan heim til að veita lífsnauðsynlega læknis - og neyðaraðstoð.

Svona vinnum við

Læknar án landamæra hafa áralanga reynslu af því að kortleggja þarfir og að uppfylla þær á eins árangursríkan hátt og mögulegt er. Öll þau verkefni sem við komum að falla því vel að þörfum og ástandi á heilbrigðisþjónustu á hverjum stað fyrir sig.

Við sendum á vettvang vel menntað heilbrigðisstarfsfólk, verkefnastjóra, tæknimenntað fólk, fjármála- og mannauðssérfræðinga auk annarra sérfræðinga. Undanfarna áratugi höfum við byggt upp skilvirkt stuðningskerfi og þjálfað upp stóran hóp reyndra MSF-ara sem hægt er að virkja með skömmum fyrirvara.

Langtímaverkefni

Læknar án landamæra enda oft á forsíðum blaðanna þegar átök og krísur eru áberandi í fjölmiðlum en MSF rekur fjölmörg önnur verkefni sem fá minni athygli. Stundum eru verkefnin í miðjum krísu- og stríðsátökum á meðan önnur verkefni eru til lengri tíma og teygja sig jafnvel yfir nokkra tugi ára.

Ekki allar krísur gerast án viðvörunar. Sumar eiga sér jafnvel langan aðdraganda. Aðrar þróast áratugum eftir að sjúkdómsfaraldrar eða stríð hafa hrjáð samfélög. Pólitískur óstöðugleiki leiðir einnig oft til þess að heilbrigðiskerfi landa lamast og stundum gerist það að heilu þjóðfélagshóparnir eru útilokaðir frá aðgangi að heilbrigðisþjónustu eða hafa fyrir aðrar sakir ekki aðgang að nauðsynlegri þjónustu.

Foto: Borja Ruiz Rodriguez / Leger Uten Grenser

 

Í slíkum tilfellum vinna Læknar án landamæra að því að aðstoða við enduruppbyggingu grunnstoða heilbrigðiskerfisins og meðhöndla sjúkdóma sem þarfnast inngrips yfir lengri tíma, eins og í tilfellum HIV, berkla og gleymdra hitabeltis sjúkdóma á borð við svefnsýki.

Rannsóknir

Stærð og umfang þeirra verkefna sem við vinnum að skapa oft grundvöll að upplýsingaöflun um sjúkdóma og hvernig best er að veita heilbrigðisaðstoð í krísum. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þær aðferðir sem við notum hverju sinni og deilum niðurstöðum okkar á virkan máta með alþjóðasamfélaginu.

Meðal annars höfum við birt niðurstöður rannsóknarverkefna um meðhöndlun ebólu veirunnar, um stríðið á móti hryðjuverkum og um mannúðartengda fólksflutninga í tengslum við flóttamannavandann.

Í 40 ár hafa Læknar án landamæra horft upp á það mannfall sem orðið hefur vegna þess að ekki eru til lyf við ýmsum s.k. gleymdum sjúkdómum, sem í flestum tilfellum hrjáir fólk í fátækum og vanþróuðum löndum. Árið 2003 stofnuðu Læknar án landamæra samtök sem vinna að þróun lyfja við þessum gleymdu sjúkdómum DNDi (Drugs for Neglected Diseases Initiative), í samstarfi við sex önnur alþjóðleg samtök.

 Foto: Marko Drobnjakovic.

 

 lesa líka 
 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen