Sálfræðingur
Foto: Leger Uten Grenser / Maurice Ressel
Sálfræðingur
Sálfræðingar hjá læknum án landamæra verða að meðhöndla sjúklinga í ýmsum bráðatilfellum, s.s. við neyðaraðstæður, langvinn veikindi, náttúruhamfarir, á átakasvæðum og fólk á flótta.
Sálfræðingar Lækna án landamæra starfa við margs konar aðstæður:
- Neyðaraðstæður (náttúruhamfarir og af manna völdum).
- Langvarandi og viðvarandi hættuástand, kreppur og átök.
- Með útilokuðum og jaðarsettum hópum og fólki á flótta.
- Með fórnarlömbum kynferðisofbeldis og pyntinga.
- Með sjúklingum í læknismeðferð (HIV/alnæmi, berklum, ebóla o.s.frv.).
Hlutverk þitt sem sálfræðingur verður að leggja til, innleiða og bæta meðferð sjúklinga með vandamál á sviði geðheilsu þannig að hún sé sniðin að staðbundnum aðstæðum og menningu.
Mikilvægur þáttur í starfi þínu verður að samræma fjölbreytta starfsemi í verkefninu ásamt því að ráða og þjálfa starfsfólk á sviði geðheilsu. Einnig er mikilvægt að aðlaga aðferðirnar að menningarlegum þörfum og aðstæðum á staðnum.
Hæfni
- Löggiltur klínískur sálfræðingur.
- Að lágmarki tveggja ára reynsla að námi loknu af klínískri umönnun barna og/eða fullorðinna.
- Frekari menntun og klínísk reynsla af vinnu við áföll, kynferðisofbeldi, HIV/alnæmi og aðra langvinna sjúkdóma er æskileg.
- Starfsreynsla frá löndum þar sem skortur er á úrræðum eða af sjúklingum úr mismunandi menningarheimum er æskileg.
Lengd verkefna
6 til 12 mánuðir.