Sálfræðingur

Foto: Leger Uten Grenser / Maurice Ressel

Sálfræðingur


Sálfræðingar hjá læknum án landamæra verða að meðhöndla sjúklinga í ýmsum bráðatilfellum, s.s. við neyðaraðstæður, langvinn veikindi, náttúruhamfarir, á átakasvæðum og fólk á flótta.

Hjem > Island > Hlutverk > Sálfræðingur

Sálfræðingar Lækna án landamæra starfa við margs konar aðstæður: 

  • Neyðaraðstæður (náttúruhamfarir og af manna völdum). 
  • Langvarandi og viðvarandi hættuástand, kreppur og átök. 
  • Með útilokuðum og jaðarsettum hópum og fólki á flótta. 
  • Með fórnarlömbum kynferðisofbeldis og pyntinga. 
  • Með sjúklingum í læknismeðferð (HIV/alnæmi, berklum, ebóla o.s.frv.). 

Hlutverk þitt sem sálfræðingur verður að leggja til, innleiða og bæta meðferð sjúklinga með vandamál á sviði geðheilsu þannig að hún sé sniðin að staðbundnum aðstæðum og menningu.  
Mikilvægur þáttur í starfi þínu verður að samræma fjölbreytta starfsemi í verkefninu ásamt því að ráða og þjálfa starfsfólk á sviði geðheilsu. Einnig er mikilvægt að aðlaga aðferðirnar að menningarlegum þörfum og aðstæðum á staðnum.

Sálfræðingur hjá Læknum án landamæra tekur á móti sjúklingum í leit að hjálp á sviði geðheilsu í Chamakor-flóttamannabúðunum. Ljósmynd: Læknar án landamæra / Giulio Piscitelli.


Hæfni

  • Löggiltur klínískur sálfræðingur. 
  • Að lágmarki tveggja ára reynsla að námi loknu af klínískri umönnun barna og/eða fullorðinna. 
  • Frekari menntun og klínísk reynsla af vinnu við áföll, kynferðisofbeldi, HIV/alnæmi og aðra langvinna sjúkdóma er æskileg. 
  • Starfsreynsla frá löndum þar sem skortur er á úrræðum eða af sjúklingum úr mismunandi menningarheimum er æskileg. 

Lengd verkefna 

6 til 12 mánuðir. 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen