Lyfjafræðingur
Lyfjafræðingur
Aðgangur að nauðsynlegum lyfjum er eitt mikilvægasta verkefnið hjá Læknum án landamæra. Lyfjafræðingar bera ábyrgð á umsjón með pöntunum, öflun, geymslu og dreifingu lyfja og lækningavarnings.
Lyfjafræðingar bera ábyrgð á pöntunum, framboði, birgðastöðu og drefingu lyfja og lækningatækja til þeirra spítala og heilsugæslna sem Læknar án landamæra reka og/eða styðja. Mjög mikilvægt er að fara í hvívetna eftir öllum þeim lögum og reglum sem gilda í viðkomandi landi. Sem lyfjafræðingur hjá Læknum án landamæra gætir þú verið beðin/n um að meta aðgengi og gæði þeirra lyfja sem koma til greina til innkaupa á svæðinu. Eins gætir þú þurft að vinna með innlendum heilbrigðisyfirvöldum við að meta aðfangakeðjurog það hvernig best sé að geyma lyf við krefjandi aðstæður á stöðum með takmörkuðúrræði.
Sem lyfjafræðingur hjá Læknum án landamæra berð þú ábyrgð á miðlægu apóteki og hugsanlega dreifðum apótekum á heilsugæslustöðvum og sjúkradeildum. Því fylgir sú ábyrgð að þjálfa og fylgja eftir þeim innlendu starfsmönnum sem tilheyra þínu teymi. Þú munt oft fá það verkefni að þjálfa ófaglært aðstoðarfólk í apótekum til starfa.
Lyfjafræðingur á heilsuheilsugæslustöðinni í Olongba í Lýðveldinu Kongó kannar stöðu lyfjabirgða. Ljósmynd: Læknar án landamæra/Caroline Frechard.
Hæfni
- Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi.
- Skjalfest menntun sem lyfjafræðingur.
- Birgðahald og tryggja stjórnun lagers.
- Að lágmarki 2 ára viðeigandi starfsreynsla í sjúkrahússumhverfi.
- Geta til að innleiða ferla sem tryggja aðgengi og gæði á lyfjum sem keypt eru í innanlands.
- Reynsla af mannaforráðum og þjálfun.
- Þekking á HIV, berklum og meðferð við hitabeltissjúkdómum.