Læknir

Foto: Leger Uten Grenser / Alexis Huguet

Læknir


Hjem > Island > Hlutverk > Læknir

Þú færð not fyrir leiðtogahæfileika þína og stjórnunarkunnáttu þar sem þú gætir þurft að bera ábyrgð á stórum teymum innlents starfsfólks. Þú stendur þó ekki frammi fyrir þessum áskorunum án stuðnings, Læknar án landamæra veita tæknilega aðstoð sérfræðinga og reynds starfsfólks á vettvangi, þ.m.t. yfirgripsmiklar leiðbeiningar og starfsreglur. 

Hæfni

  • Þú þarft að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla mögulega starfsmenn okkar á vettvangi. 
  • Lágmark tveggja ára viðeigandi starfsreynsla að námi loknu (þar með talin vinnuskylda kandídata). 
  • Klínísk reynsla af annað hvort lýðheilsumálum, fæðingarfræði / kvensjúkdómafræði, barnalækningum, næringu, bráðalyflækningum, smitsjúkdómum (þar með taldir kynsjúkdómar, HIV/alnæmi og berklar), heimilislækningum, svæfingum, gjörgæslu eða minniháttar skurðaðgerðum
  • Hefur lokið námskeiði í hitabeltissjúkdómum
  • sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða að lágmarki 1 árs nýtileg starfsreynsla frá hitabeltissvæðum. 
  • Geta til að vinna á vettvangi í að minnsta kosti 6 til 12 mánuði við fyrstu úthlutun vettvangsverkefnis. Undantekningar gilda fyrir kvensjúkdóma-, svæfinga- og skurðlækna. 
  • Fyrir barnalækna og lækna með reynslu af barnalækningum þá er beðið um að tilgreina vinsamlegast umfang reynslu þinnar af barnalækningum í umsókn. 

Æskileg viðbótarhæfni

Við leitum að læknum sem hafa reynslu í einhverjum af þessum fagsviðum: 

  • Smitsjúkdómar (sérstaklega HIV / berklar) 
  • Barnalækningar (sjá hér að neðan) 
  • Kvensjúkdómar/fæðingafræði (sjá hér að neðan) 
  • Alþjóðleg lýðheilsa 
  • Heilsa flóttafólks 
  • Hitabeltissjúkdómar 
  • Önnur fagsvið: mismunandi þarfir 
  • Æskilegt er að hafa lokið sérfræðinámi, það er þó ekki skylda. Ef til vill verður spurt um mat á faglegri hæfni innan sérfræðigreinarinnar (hæfniseyðublað fyllt út)

Athugið

  • Það liggur í eðli starfa okkar að það er oft þörf fyrir bráðalækna í mjög krefjandi aðstæðum þar sem öryggi fólks er hugsanlega stefnt í mikla hættu. 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen