Vélvirki
Vélvirki
Þér ber sem sérfræðingi á sviði mannflutninga að tryggja að Læknar án landamæra nái til sjúklinga og samstarfsaðila
Vélvirki Lækna án landamæra ber ábyrgð á teymi staðbundinna vélvirkja. Verkefnin verða breytileg en þau snúast aðallega um það að leiðbeina og þjálfa innlenda starfsmenn í tengslum við þjónustu, viðhald og viðgerðir á ökutækjum verkefnisins. Vinnan fer fram samkvæmt samskiptareglum Lækna án landamæra. Mikilvægt er að þú hafir reynslu af mannaforráðum og búir yfir góðri samskiptahæfni.
Hæfni
- Viðhald ökutækja
- Réttindi í bifvélavirkjun eru æskileg
- Þekking á Word og Excel
Lengd verkefna
- 6 til 12 mánuðir
Athugid
Fyrir fyrsta verkefni á vettvangi færð þú þjálfun innanhúss um tilteknar tæknilegar starfslýsingar, verklagsreglur, verkfæri og hugbúnað sem við notum við vörustjórnun á vettvangi. Læknar án landamæra greiða grunnkostnað við þátttöku í þessu námskeiði.