Svæfingalæknir

Foto: Leger Uten Grenser / Jean-Christophe Nougaret

Svæfingalæknir


Sem svæfingalæknir hjá Læknum án landamæra vinnur þú við bæði ráðgjöf og þjálfun, samtímis því að hjálpa sárþjáðu fólki við erfiðar aðstæður.

Hjem > Island > Hlutverk > Svæfingalæknir

Fólk þarf að vera mjög sveigjanlegt til að geta unnið sem svæfingalæknir hjá okkur. Þú munt mæta fjölbreyttum áskorunum; allt frá sjúklingum með áverka til kvenna sem þurfa bráðakeisaraskurð, oft við krefjandi aðstæður með mjög takmörkuðum úrræðum. Auk starfa á skurðstofum berð þú ábyrgð á mati fyrir aðgerð og endurlífgun, ásamt meðferð að aðgerð lokinni (þ.m.t. verkjameðferð). Þú munt einnig taka þátt í eftirliti með og þjálfun innlents starfsfólks. Gera þarf ráð fyrir því að greiningarbúnaður og aðstaða á skurðstofum sé takmörkuð, kki er öruggt að þú hafir aðgang að röntgenbúnaði.

Hæfni

  • Þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla mögulega starfsmenn okkar á vettvangi. 
  • Löggiltur svæfingalæknir eða hefur lokið að lágmarki 3 árum af sérfræðinámi. Á grundvelli einstaklingsbundins hæfnismats geta læknar á þriðja ári sérfræðináms einnig komið til greina. 
  • Reynsla af svæfingalækningum á sviði barnalækninga, fæðingafræði eða áverka. 
  • Geta til að vinna sjálfstætt með takmarkaðan búnað og úrræði. 
  • Vilji til að fara eftir siðareglum Lækna án landamæra um svæfingar (sem geta verið aðrar en menn eiga að venjast) 
  • Getur unnið á vettvangi í að lágmarki 6 vikur. 
  • Getur unnið á vettvangi allt frá sex vikum til hálfs árs eftir fyrsta verkefni sem er um þrír mánuðir. 
  •  Lestu meira um það að vera hluti af skurðlækningateyminu hér. 
  • Nánari og ýtarlegri upplýsingar er að finna hér. 
  • Æskilegt er að þú getir mætt á vettvang með stuttum fyrirvara (í bráðum neyðartilfellum gæti svæfingalæknir þurft að leggja af stað innan 24 til 48 klst.)  

Athugið

  • Umsækjendur um stöðu svæfingalæknis þurfa að fylla út eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrá og eyðublað um hæfnismat umsækjenda verða yfirfarin og staðfest af tæknilegum ráðgjafa Lækna án landamæra um svæfingar áður en kallað er í viðtal. 
  • Það liggur í eðli starfa okkar að oft er þörf fyrir svæfingalækna í mjög krefjandi aðstæðum þar sem öryggi fólks er hugsanlega stefnt í mikla hættu. 
  • Mörg verkefna okkar eru bráð og því er oft þörf fyrir svæfingalækna með mjög skömmum fyrirvara.  Oft er þó hægt að staðfesta verkefni með góðum fyrirvara vegna starfsáætlana til lengri tíma litið.  Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur en hefur áhyggjur af viðbragðstímanum, þá hvetjum við þig engu að síður til að sækja um. Hægt er að fjalla um einstaklingsbundnar aðstæður í viðtalsferlinu
 
  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen