Starfsfólk á rannsóknastofu
Foto: Leger Uten Grenser/Corinne Baker
Starfsfólk á rannsóknastofu
Helstu ábyrgðarsvið starfsfólks rannsóknastofu (lab tech) á vettvangi eru gæðavottun auk þjálfunar og leiðsagnar starfsmanna á vettvangi.
Starfsfólk Lækna án landamæra á rannsóknastofum starfar við margs konar aðstæður:
- Neyðaraðstæður (náttúrulegar hamfarir og af manna völdum).
- Langvinnt og stöðugt neyðarástand.
- Með útilokaða og jaðarsetta hópa íbúa (eftirlifendur kynferðislegs ofbeldis, fórnarlömb ofbeldis, minnihlutahópa, innflytjendur o.s.frv.).
- Við samþættingu nýrra lækningaaðferða í rótgrónu fyrirkomulagi lækninga (HIV/alnæmi, berkar, lifrarbólga C, heilahimnubólga o.s.frv.).
- Sem starfsmaður á rannsóknastofu berð þú ábyrgð á því að gæðatryggja niðurstöður rannsókna auk þjálfunar og leiðsagnar starfsfólks rannsóknastofunnar.
Hæfni
- Mastersnám í raungreinum, svo sem lífverkfræði, líflæknisfræði, líffræði, lífefnafræði eða sambærilegu námi
- Viðeigandi starfsreynsla
- Menntun í hitabeltissjúkdómum æskileg
- Það þarf að uppfylla þau grunnviðmið sem gilda alla mögulega starfsmenn okkar á vettvangi
- Menntun á sviði rannsóknastofutækni eða örlíffræði með hagnýtri sníkjudýrafræði og bakteríufræði
- Reynsla af sýnatöku (blóð, munnvatn, hægðir)
Æskileg viðbótarhæfni
- Þekking á faraldsfræði og hitabeltissjúkdómum (svo sem kynsjúkdómum, veirufræði, berklum, blóðbanka, malaríu, HIV eða blökkusótt (kala azar)).
- Reynsla af notkun hugbúnaðarpakka fyrir rannsóknastofur og framkvæmd kannana.
Lengd verkefna: 6 til 12 mánuðir.
Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no.