Skurðlæknir

Foto: Leger Uten Grenser

Skurðlæknir


Læknar án landamæra vinna í neyðarteymum þar sem sjúklingarnir eru með áverka frá átakasvæðum eða eftir náttúruhamfarir. Oft snúa þó verkefnin að því að veita skurðlækningar til lengri tíma og tryggja þannig ákveðnum samfélögum aðgengi að skurðlækningum. 

Hjem > Island > Hlutverk > Skurðlæknir

Gera þarf ráð fyrir því að greiningarbúnaður og aðstaða á skurðstofum sé takmörkuð, sama hvar þú starfar, það er ekki einu sinni öruggt að þú hafir aðgang að röntgenbúnaði. 

Paolo Carraro, skurðlæknir hjá Læknum án landamæra, fjarlægir vatnsæxli úr sjúklingi á sjúkrahúsinu í Bangassou. Ljósmynd: Læknar án landamæra / Borja Ruiz Rodriguez.


Hæfni

 • Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi 
 • Löggiltur skurðlæknir 
 • Reynsla af a.m.k. einu eftirtalinna sviða: almennar skurðlækningar, bæklunarskurðlækningar og áfallaskurðlækningar, endurgerð eða lýtaaðgerðir 
 • Skurðlæknar verða að hafa framkvæmt a.m.k. 10 keisaraskurði (á síðustu 2 árum) fyrir upphaf verkefnis, Læknar án landamæra geta aðstoðað við að koma þessu í kring eftir ráðningu. 
 • Geta til að vinna sjálfstætt við einfaldar aðstæður með takmarkaðan búnað og úrræði 
 • Vilji til að fara eftir starfsreglum Lækna án landamæra um skurðlækningar 
 • Möguleiki á að vinna á vettvangi í 6 vikur til hálfs árs (æskilegt er að fyrsta verkefni sé a.m.k. 3 mánuðir en næstu verkefni geta verið styttri, allt eftir aðstæðum) 

Æskileg viðbótarhæfni

 • Til reiðu með stuttum fyrirvara (í neyðartilvikum gætu skurðlæknar þurft að leggja af stað innan 24 til 48 klst.) 
 • Lestu meira um það að vera hluti af skurðlækningateyminu hér.

Athugið

Umsækjendur um stöðu skurðlæknis þurfa að fylla út eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrár og eyðublað um hæfnismat verða metin og staðfest af ráðgjafa á sviði skurðlækninga áður en til viðtals kemur. 

 • Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það liggur í eðli starfa okkar að oft er þörf fyrir skurðlækna í mjög krefjandi aðstæðum þar sem öryggi fólks er hugsanlega stefnt í mikla hættu. 
 • Mörg verkefna okkar eru bráð og því er oft þörf fyrir skurðlækna með mjög skömmum fyrirvara.  Stundum er þó hægt að staðfesta verkefni með góðum fyrirvara vegna starfsáætlana til lengri tíma.  Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur en hefur áhyggjur af viðbragðstímanum, hvetjum við þig engu að síður til að sækja um. Hægt er að fjalla um einstaklingsbundnar aðstæður sem þátt í viðtalsferlinu. 

Við ráðleggjum þér að horfa á þetta myndband frá Læknum án landamæra í Bretlandi. Sum atriði eru frábrugðin þar sem við erum í Noregi en myndbandið veitir góða innsýn í störf okkar. 

 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen