Barnalæknir

Foto: Leger Uten Grenser

Barnalæknir


Sem starfar fyrir Lækna án landamæra gæti þurft að takast á við mislinga- eða heilahimnubólgufaraldur, bera ábyrgð á alvarlega veikum nýburum, slösuðum eða vannærðum börnum eða sinna börnum í flóttamannabúðum sem hrakist hafa að heiman. 

Hjem > Island > Hlutverk > Barnalæknir

Það mun reyna á leiðtogahæfileika þína og stjórnunarfærni þegar þú berð ábyrgð á eftirfylgni og þjálfun innlents starfsfólks. Þú stendur þó ekki frammi fyrir þessum áskorunum án stuðnings, Læknar án landamæra bjóða fram tæknilega aðstoð sérfræðinga, yfirgripsmiklar leiðbeiningar og starfsreglur.

Ulli Muller barnalæknir og Fleur Riemersma hjúkrunarfræðingur skoða fyrirbura í Delmas í Port-au-Prince á Haítí í október 2015. Ljósmynd: Læknar án landamæra / Olga Victorie.


Hæfni

 • Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi. 
 • Hefur lokið námskeiði í hitabeltissjúkdómum sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða ert með að lágmarki 1 árs sambærilega starfsreynslu frá hitabeltissvæðum. 
 • Að lágmarki tveggja ára klínísk reynsla á sviði barnalækninga þó er hægt að fá viðurkenninguna „læknir með hæfni á sviði barnalækninga” með minni reynslu. 
 • Getur unnið á vettvangi í að lágmarki hálft ár. 

Æskileg viðbótarhæfni

 • Getur unnið á vettvangi í hálft ár eða lengur. 
 • Frekari klínísk reynsla af til dæmis fæðingarfræði / kvensjúkdómafræði, næringu, bráðalyflækningum, smitsjúkdómum (þar með taldir kynsjúkdómar, HIV/alnæmi og berklar), lýðheilsumálum, heimilislækningum, svæfingum, gjörgæslu eða minniháttar skurðaðgerðum. 

Athugið

 • Ekki er áskilið að hafa lokið sérfræðimenntun áður en sótt er um en Læknar án landamæra hafa talsverða þörf fyrir að löggilta barnalækna. 
 • Barnalæknar og læknar með reynslu af barnalækningum verða metnir til starfa á vettvangi til sex mánaða í senn en í sumum tilfellum þar sem þörf er bráð, getur tímabilið verið styttra. 
 • Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að það liggur í eðli starfa okkar að oft er þörf fyrir bráðalækna með reynslu af barnalækningum í mjög krefjandi aðstæðum þar sem öryggi fólks er hugsanlega stefnt í mikla hættu. 
 • Barnalæknar og læknar með reynslu af barnalækningum skulu leggja fram eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar.  Ferilskrár og hæfnispróf verða metin og staðfest af ráðgjafa á sviði barnalækninga áður en til viðtals kemur.  
 • Læknar, sem ekki uppfylla kröfur um færni í barnalækningum fá umsóknir sínar metnar í samræmi við kröfur gerðar til almennra lækna. 

Læknar, sem ekki uppfylla kröfur um færni í barnalækningum fá umsóknir sínar metnar í samræmi við kröfur gerðar til almennra lækna.

 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen