Sérfræðingur hvað varðar vatn, hreinlæti og heilbrigði
Sérfræðingur hvað varðar vatn, hreinlæti og heilbrigði
Sérfræðingar okkar á sviði vatns, hreinlætis og heilbrigði bera ábyrgð á því að skipuleggja og vinna verkefni af því tagi á vettvangi auk þess að bjóða hinum ýmsum teymum tæknilega aðstoð.
Sérfræðingar Lækna án landamæra á sviði vatns, hreinlætis og heilbrigði gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja að fólk í neyð fái aðgang að hreinu vatni og góðum hreinlætiskerfum. Þetta er mjög mikilvæg fyrirbyggjandi aðgerð gegn sjúkdómum.
Þú styður læknaliðið með því að bera kennsl á hina ýmsu þætti tengda vatni og hreinlæti (starfsvenjur, siði, uppsprettur o. fl.) Sérfræðingar á sviði vatns, hreinlætis og heilbrigði vinna gjarnan á vettvangi og hafa fjölbreytt verkefni, s.s. að meðhöndla úrgang frá sjúkrahúsum, stuðla að auknu heilbrigði með sýkingarvörnum og tryggja hreint vatn. Sérfræðingar á sviði vatns, hreinlætis og heilbrigði taka þátt í endurhæfingu og mannvirkjagerð á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
Hæfni
- BA eða MA í námi tengdu vatni og hreinlæti
- Skjalfest hæfi í efnafræði, bygginga-og mannvirkjagerð, jarðfræði og vatnafræði
- Reynsla af annað hvort gerð bruna og borhola, eftirliti með vatnsgæðum, mengun eða meðhöndlun úrgangs
- Reynsla af vatnssíunartækni æskileg
- Enska munnleg og skrifleg
- Þekking á Word og Excel
Lengd verkefna
- 6 til 12 mánuðir