Samskipti
Foto: Cosmos/Leger Uten Grenser
Samskipti
Hjá Læknum án landamæra tekur þú þátt í að vekja athygli á málefnum, átökum og öðrum svæðum og málefnum sem samtökin vinna að
Vanalega eru þeir sem sjá um samskipti og sinna stöðum fjölmiðlafulltrúa staðsettir í höfuðborg landsins og þú berð ábyrgð á umsjón með samskiptum í tengslum við öll okkar verkefni í landinu.
Ábyrgðarsvið
- Þróa og stjórna samskiptastefnu Lækna án landamæra á vettvangi, í samstarfi við stjórnendur á höfuðskrifstofu.
- Styðja og leiða áfram verkefnastjóra teymin í landinu. Það getur verið í tenglsum við samskipti og orðspor samtakanna, sjúklinga okkar eða starfsfólks, sem og gangvart mikilvægum hagsmunaðilum.
- Viðhalda nánum tengslum við innlenda og erlenda fjölmiðla, veita upplýsingar um og kynna verkefni samtakanna á skilvirkan og skýran hátt auk þess að skipuleggja heimsóknir fjölmiðla í verkefni okkar.
- Vinna skýrslur um fjölmiðla landslag á vettvangi, fjalla um árangur og áherslur til framtíðar. Þú verður ábyrgur fyrir að bera kennsl á þær hættur og tækifæri sem kunna hafa áhrifa á störf Lækna án landamæra.
- Þróa og búa til kynningarefni sem notað er bæði á staðnum og á alþjóðavettvangi.
- Útbúa og undirbúa fjárhagsáætlanir fyrir fjölmiðlaáætlun verkefna auk þess að vera leiðandi í forgangsröðun fjölmiðlaverkefna
- Vera talsmaður Lækna á landamæra og upplýsingafulltrúi Lækna án landamæra þegar þörf er á.
Hæfni
- Amk 4 ára starfsreynsla úr samskiptastörfum eða fréttamennsku
- Fyrri starfsreynsla af framleiðslu á efni fyrir fjölmiðla
- Þekking og færni á samfélagsmiðlum
- Grundvallarþekking á myndvinnslu (ljósmyndum, lifandi myndum, klippingu)
- Nám í blaðamennsku, samskiptum, félagsvísindum eða öðrum sambærilegum greinum æskileg