Reyndur verkefnastjóri

Foto: Francesco Zizola/NOOR

Reyndur verkefnastjóri


Hjem > Island > Hlutverk > Reyndur verkefnastjóri

Læknar án landamæra sækjast eftir reyndum tengiliðum sem geta unnið sem ábyrgðarmenn fyrir ákveðið verkefni á vettvangi eða borið ábyrgð á öllum verkefnum okkar í tilteknu landi. Umsækjendur verða að vera tiltækir í a.m.k. eitt ár á vettvangi með sveigjanlegum upphafsdagsetningum og geta ekki sjálfir valið stað verkefnis. Tengiliðir okkar starfa í nánu samstarfi við höfuðstöðvar.

Tengiliður ber sérstaklega ábyrgð á:

· Verkefnishönnun og útfærslu

· Framvindu verkefnis, mati á því, endurskoðun og frágangi

· Öryggi starfsmanna á alþjóðavettvangi og í landi

· Upplýsingagjöf, samskiptum og tengslaneti

Tengiliður ber ábyrgð á allri rekstrarstjórnun (þ.m.t. öryggismál), starfsmannahaldi, fjármálastjórn, samskiptum og kynningu á Læknum án landamæra gagnvart yfirvöldum á vettvangi og á svæðinu þar sem unnið er..

Tengilið verður falin ábyrgð á öryggi og aðstæðum allra starfsmanna Lækna án landamæra á verkefnisstað (eða um land allt ef þú berð ábyrgð í landinu öllu).

Tengiliður gegnir lykilhlutverki í því að tryggja gæði og gagnsemi allra verkefnisþátta auk framkvæmdar og mats á starfseminni.

Læknar án landamæra hafa tvenns konar umboð, að veita heilbrigðisþjónustu og bera vitni um það sem við sjáum á vettvangi. Sem tengiliður berð þú líka sérstaka ábyrgð á að segja frá stöðu mannúðarmála þar sem þú ert og að miðla orðum þeirra sem búa við vandann sem þú stendur frammi fyrir: Það er hluti af starfinu að vera talsmaður Lækna án landamæra, bæði á vettvangi og þegar heim er komið.

Verkefni og ábyrgð tengiliðar felast í en takmarkast þó ekki við að:

· Skilgreina stefnu og verkefni í samstarfi við stjórnendur í landinu (og höfðustöðvar)

· Skilgreina markmið verkefnis ásamt teyminu í heild sinni

· Tryggja eftirfylgni allra í teyminu og einkum að tryggja að stjórnendur hinna ýmsu verkþátta fylgi settum markmiðum verkefnis og virði þau, þ.m.t. meginreglur og siðareglur Lækna án landamæra.

· Tryggja eftirlit með ástandi mannúðarmála í landinu/svæðinu og gera tillögur um frekari viðbrögð með því að skjalfesta þarfir sem ekki hefur verið fullnægt

· Vinna áhættugreiningu og standa í framhaldi af henni að þróun á öryggis- og verklagsreglum. Sjá til þess að allir starfsmenn verkefnisins þekki, skilji og framfylgi settum reglum.

· Útskýra og verja meginreglur Lækna án landamæra gagnvart starfsfólki á vettvangi, íbúum, yfirvöldum og öðrum samstarfsaðilum

· Byggja upp góð tengsl við stjórnendur heilbrigðismála, borgaraleg og hernaðaryfirvöld, önnur frjáls félagasamtök og stofnanir Sameinuðu Þjóðanna

Hæfni

· Samsvörun við þau grunnviðmið sem gilda alla mögulega starfsmenn okkar á vettvangi

· Að lágmarki 3 ára nýleg starfsreynsla á alþjóðavettvangi, þar af a.m.k. eitt ár í stjórnunarstöðu fyrir alþjóðleg mannúðar- og/eða hjálpar- og neyðarsamtök

· Að lágmarki 2 verkefni í tvenns konar mismunandi samhengi í þróunarlöndum – t.d. á miklum hættusvæðum (átök / stríð) eða viðbúnaður á langvarandi erfiðleikatímum

· Góður skilningur á meginreglum og verkefnum Lækna án landamæra. Geta til að vera talsmaður stofnunarinnar gagnvart andmælendum á (al)þjóðlegum vettvangi

· Góður skilningur á heilbrigðisþjónustu og stefnu Lækna án landamæra og verkefnum sem tengjast þeim

· Geta til að taka frumkvæði að því að bera kennsl á þarfir á sviði mannúðarmála og síðan að móta viðbrögð í samræmi við þær

· Greiningarhæfni: geta til stefnumótandi hugsunar og að þróa rekstrarlega framtíðarsýn til skamms eða meðallangs tíma

· Fyrri reynsla af verkefnastjórnun í sjálfboðastarfi eða í samhengi þróunaraðstoðar

· Geta til að skila góðu starfi sem hluti af fjölmenningarlegu og þverfaglegu teymi

· Geta til að skipuleggja og forgangsraða vinnuálagi, bæði fyrir þig sjálfa/n og starfsfólk þitt

· Framtakssemi

· Geta og vilji til að bera ábyrgð á öryggi verkefnisins

· Skjalfest geta á sviði samningaviðræðna og úrlausn vandamála

· Skjalfest reynsla á sviði starfsmannahalds, þ.m.t. markþjálfun og þjálfun teymis með fleiri en 10 manns

· Góð samskiptahæfni, bæði inn og út á við (kynning, fundir o.s.frv.)

· Mikil aðlögunarhæfni og sveigjanleiki

· Sátt/ur við bæði ensku og frönsku sem vinnutungumál

· Getur unnið á vettvangi samfellt í a.m.k. 1 ár með sveigjanlegri upphafsdagsetningu

· Vilji til að vinna í óstöðugu og áhættusömu umhverfi

Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen