Mannúðarráðgjafi

Foto: Anna Surinyach/Leger Uten Grenser

Mannúðarráðgjafi


Í starfi fyrir Lækna án landamæra kynnist þú þeim áhrifum sem átök og vanræksla hafa á fólkið sem við aðstoðum og tekur málstað þess.

Hjem > Island > Hlutverk > Mannúðarráðgjafi

Mannúðarráðgjafar vinna að því að Læknar án landamæra sýni fram á áhrif átaka og vanrækslu á fólk, t.d. með því að vekja athygli á málefnum sem fá ekki næga athygli stjórnvalda, einstaklinga og fjölmiðla, eða með því að skrifa skýrslur og vekja athygli á sérstökum málefum sem snerta sjúklinga  Lækna án landamæra.

Ábyrgðarsvið

Mannúðarráðgjafar okkar eru yfirleitt staðsettir í höfuðborginni og ferðast reglulega á vettvang verkefna. Þeir berða ábyrgð á því að safna upplýsingum frá öllum viðkomandi hagsmunaaðilum.

Ráðgjafinn notar síðan upplýsingarnar til að greina og forgangsraða hvernig Læknar án landamæra starfa og tjá sig í aðstæðum þar sem aðgangur samtakanna að sjúklingum, rödd okkar og meginreglur eiga undir högg að sækja.

‚Að bera vitni‘ Er mikilvægasta verkefni mannúðarráðgjafa sem sinna (temoignage) vitnisburðarþættinum í umboði Lækna án landamæra og að hafa áhrif fyrir hönd Lækna án landamæra og sjúklinga okkar. Mannúðarráðgjafar skjalfesta krísur og hamfarir hlutlægan hátt til að draga fram stöðu fórnarlamba í kringumstæðunum.

Það gæti falið í sér að tala við sjúklinga, önnur samtök, stofnanir SÞ, starfsfólk og sjálfboðaliða Lækna án landamæra og þá sem eiga í átökum og krísum.

Hlutlæg miðlun upplýsinga

Þær upplýsingar sem mannúðarráðgjafar safna eru greindar og notaðar til þess að skrifa hlutlægar skýrslur um mörg mismunandi málefni.

Nokkur dæmi: Hvaða árangri náðu mannúðarsamtök í viðbrögðum sínum við krísum, að vekja athygli á stríðsglæpum gegn almennum borgurum eða safna vitnisburðum kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í kjölfar ónógra öryggisráðstafana í tjaldbúðum flóttafólks?

Mannúðarráðgjafi ber ábyrgð á einhverjum eða öllum eftirtalinna atriða

· Tekur þátt í að móta og miðla skilaboðum út á við til réttra aðila. Með þessu er verið að auka sýnileika heilbrigðis- og mannúðarvanda á ákveðnum stað eða innlendum vettvangi, svo sem: – Ofbeldi, þvingun til flótta og öryggisvandi – Aðgengi að og gæði heilsugæslu – Grundvallarþættir þess að veita mannúðaraðstoð.

· Undirbýr greiningu og upplýsingagjöf bæði inn og út á við (bréf, álitsgreinar o.s.frv.)

· Þróar og viðheldur tengslum við stjórnvöld (opinber og hefðbundin) og smærri samtök. Ennfremur eru tengslin við stofnanir SÞ og aðra mannúðar- og alþjóðlega hagsmunaaðila og samtök mikilvæg leið til að kynna forgangsröðun og málefni Lækna án landamæra

· Þróar góð samskipti við viðeigandi staðbundin samfélög og staðartengda aðila ótengda hinu opinbera, háskólastofnanir og mannréttindasamtök. Með þessu er verið að samræma aðgerðir hjálparstarfs.

· Samstarf við samræmingaraðila verkefna og heilbrigðis og ábyrgðarmenn í hverju landi fyrir sig um að styðja við samfellu í gerð starfsáætlana sem taka á stöðu heilbrigðis- og mannúðarmála.

· Framkvæma markvissar kannanir og fyrirspurnir, og greina gögn á vettvangi og í samhengi til að styðja við verkefni og tryggja að stefna um starfsáætlanir í lækningaskyni sé rétt

· Annast greiningu á samstarfsaðilum (yfirvöldum og þeim sem bjóða úrræði og tengsl) með það að markmiði að dýpka skilning á staðbundnum straumum og breytingum, að vinna að aukinni sátt um veru Lækna án landamæra og efla viðbrögð í starfseminni og vinna að málaflokkum, eftir því sem með þarf

· Hafa eftirlit með og safna saman reglubundnum uppfærslum á upplýsingum um strauma og stefnur (frjáls félagasamtök/fjármagnsaðila á staðnum s.s. SÞ og EU) auk samskipta við yfirvöld á vettvangi (opinber og hefðbundin) með það fyrir augum að auka staðbundin áhrif af málaflokkum Lækna án landamæra. Þetta fer fram í samræmi við rekstraráætlanir Lækna án landamæra, venjulega starfsemi og almenn markmið í málaflokka á sviði heilbrigðis- og mannúðarmála

· Farið er yfir það kerfi til gagnasöfnunar sem eru fyrir hendi er, bæði í verkefninu og á landsvísu

· Þar sem það á við skal aðstoða tengiliði heilbrigðisstarfsmanna við að miðla sjónarmiðum og stefnumálum á sviði mannúðar til viðbótar mótun vettvangsrannsókna

· Leiða umræður, þjálfun, kynningarfundi o.s.frv. á verkefnastigi um megin hugsjónir Lækna án landamæra, alþjóðalög um mannúðarmál, siðfræði lýðheilsu og málaflokka. Þannig er stefnt að því að auka þekkingu á þessum málum hjá starfsmönnum Lækna án landamæra í landinu, auk starfsliðs á vettvangi

Hæfni

· Að lágmarki tveggja ára starfsreynsla við rannsóknir, greiningu, mannúðarmál,  mannréttindi, eða áþekk störf.

· Lágmarks eins árs vettvangsreynsla af störfum eða þróun mannúðarmála.

· BA-gráða í félagsvísindum, lögfræði, stjórnmálafræði, lýðheilsu, alþjóðasamskiptum eða öðrum sambærilegum sviðum.

· Starfsreynsla á sviði mannúðarmála eða mannréttinda.

Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen