Mannauðsstjórnun

Foto: P. K. Lee/Leger Uten Grenser

Mannauðsstjórnun


Þú berð ábyrgð á starfsfólki og stjórnsýslu verkefnisins og gegnir mikilvægu hlutverki við að styðja starfsfólk heilsugæslunnar og gæta þess að halda starfseminni í gangi hvað stjórnsýslu varðar.

Hjem > Island > Hlutverk > Mannauðsstjórnun

Mikil færni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg í starfi mannauðsstjóra ásamt umtalsverðu menningarlæsi þar sem starfið felst í því að styðja við fjölþjóðlegt lið sendifulltrúa ásamt því að starfa mjög náið með innlendu starfsfólki í hverju ríki fyrir sig. 

Starf mannauðsstjóra er afar fjölbreytt. Mannauðsstjórar koma að öllum agatengdum málum sem upp koma, mannaráðningar eru í höndum mannauðsstjóra ásamt því að kennsla, endurmenntum og þjálfun starfsfólks er á hendi mannauðsstjóra. Mannauðsstjórar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki sem stuðningur við aðra sendifulltrúa þegar kemur að stjórnun í verkefnum á vegum Lækna án landamæra. Mannauðsstjórar eru sjálfkrafa meðlimir í stjórnendateymi verkefna og sem slíkir koma mannauðsstjórar að stefnumótun til framtíðar. Ef mannauðsstjórar eru ekki einnig fjármálastjórar starfa þeir náið með fjármálastjóra við að halda viðkomandi verkefni innan ramma fjárhagsáætlunar. Stærsti kostnaðarliður hvers verkefnis er innlent starfsfólk sem er á hendi mannauðsstjóra. 

Hæfni

  • Umtalsverð reynsla af mannaráðningum og þjálfun starfsfólks er nauðsynleg. 
  • Reynsla af launaútreikningum og þekking á réttindum og skyldum starfsfólks er nauðsynleg. 
  • Reynsla af samningagerð er æskileg. 
  • Geta til að vinna í stjórnendateymi. 
  • Vilji til að gangast undir 6-12 mánaða skuldbindingu. 

Athugið

Áður en haldið er af stað í fyrsta verkefnið fara verðandi sendifulltrúar á umfangsmikið undirbúningsnámskeið á vegum Lækna án landamæra. Þar er farið í verkferla, stjórnun, hugbúnað og fleira sem notast er við í verkefnum á vegum LÁL. Námskeiðið er sendifulltrúum að kostnaðarlausu.  

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen