Ljósmóðir
Ljósmóðir
Hjá Læknum án landamæra þarf reglulega að vinna þar sem ríkir neyðarástand og líf sjúklinga er í hættu.
Þú berð einnig ábyrgð á þjálfun og eftirfylgni með innlendum ljósmæðrum og aðstoðarfólki ljósmæðra í teymi þínu.
Það er fastur liður í öllum áætlunum okkar um meðgöngu og fæðingar að leita uppi fólk að eigin frumkvæði. Það er mikilvægt að hafa skilning á því hvernig hefðbundnar yfirsetukonur vinna og byggja upp skilvirk tengsl við þær til þess að geta þróað áætlanir okkar í samfélögum þar sem við vinnum í samstarfi við íbúana.
Lestu meira um það að vera hluti af skurðlækningateyminu hér.
Hæfni
- Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi.
- Lágmark 2 ára starfsreynsla sem ljósmóðir. Standast hæfnismat.
- Hefur lokið námskeiði í hitabeltissjúkdómum sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða ert með að lágmarki 1 árs viðeigandi starfsreynslu frá hitabeltissvæðum.
- Skjalfest reynsla af því að takast á við mikla áhættumeðgöngu og flóknar fæðingar.
- Reynsla af fjölskylduáætlunum og heilbrigðisþjónustu fyrir móður og barn.
- Vill fara eftir siðareglum Lækna án landamæra (sem geta verið aðrar en menn eiga að venjast)
- Vilji til að eyða fóstri.
- Tilbúin/n til starfa á vettvangi í að lágmarki 6 mánuði.
Æskileg viðbótarhæfni
- Hefur tekið ALSO-námskeið (viðbrögð við bráðatilfellum á meðgöngu og í fæðingu).
- Starfsreynsla frá hitabeltissvæðum, heilsugæslu flóttafólks eða á sviði alþjóðlegrar lýðheilsu.
- Þekking á kynsjúkdómum og HIV/alnæmi.
- Getur unnið á vettvangi í að lágmarki hálft ár.
Athugið: Ljósmæður þurfa að leggja fram eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrá og hæfnismat eru metin af tæknilegum ráðgjafa áður en boðað er til viðtals.