Hjúkrunarfræðingur með reynslu af sóttvörnum og sóttvarnaráðgjöf

Foto: Abhinav Chatterjee/ Leger Uten Grenser

Hjúkrunarfræðingur með reynslu af sóttvörnum og sóttvarnaráðgjöf


Læknar, lyfjafræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk með menntun og reynslu í sóttvörnum og sóttvarnaráðgjöf koma einnig til greina í stöðuna.

Hjem > Island > Hlutverk > Hjúkrunarfræðingur með reynslu af sóttvörnum og sóttvarnaráðgjöf

Sem sérfræðingur í sóttvörnum aðstoðar þú við að skilgreina, innleiða og tryggja árlega sóttvarnaráætlun í verkefninu sem þú vinnur að, byggða á núverandi umgjörð Lækna án landamæra.

Þetta felur í sér að:

  • Ganga úr skugga um að notuð séu tiltæk tól til smitvarna, svo sem gátlistar, leiðbeiningar, beiðnaform og þjálfunarferlar með þverfaglegu samstarfi.
  • Tryggja grundvallar reglubundnar sóttvarnir við allar deildir í verkefninu sem þú vinnur að.
  • Tryggja reglubundnar sóttvarnaraðgerðir við sérstakar aðstæður með tilliti til smithættu, svo sem forgangsröðun og einangrun.
  • Veita starfsmönnum allra deilda tæknilegt eftirlit og tilsögn, þar með talin sótthreinsiteymið, þvottahúsið og eldhúsið.
  • Þróa og betrumbæta núverandi sóttvarnaraðgerðir í þinni stofnun, svo sem að skipuleggja þjálfun, fylgjast með og veita ráðgjöf eða skipuleggja kerfisbreytingar þar sem þú telur þörf á.
  • Vinna í þrepum að bættum sóttvarnarreglum og laga að staðbundnu samhengi

Hæfniskröfur

  • Sérhæfing í smitsjúkdómahjúkrum og sóttvörnum.
  • Bakgrunnur í læknisfræði eða sjúkraflutningum: Hjúkrunarfræðingur / Læknir / Sóttvarnalæknir / Lyfjafræðingur.
  • Skuldbinding við og skilningur á grundvallarafstöðum, siðareglum og stofnskrá.
  • Vera tilbúinn að vera fjarri fjölskyldu og vinum í lengri tíma.
  • Góð enskukunnátta.

Lengd verkefna

  • 6 til 12 mánuðir

Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no.

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen