Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur
Sem hjúkrunarfræðingur hjá Læknum án landamæra getur þú hagnýtt menntun þína færni við margskonar ólíkar aðstæður, t.d. við fjöldabólusetningar, forgangsröðun samkvæmt bráðaþörf, við umönum, meðferð og stjórnun.
Fagleg leiðsögn getur verið sérstaklega krefjandi þar sem hjúkrunarfólk og heilsugæslustarfsfólk hefur oft víðtækari reynslu í að fást við hitabeltissjúkdóma en þú.
Þú munt með öðrum orðum alltaf bera ábyrgð á teymisvinnu innlends hjúkrunarfólks og stundum á einnig öðrum stuðningsaðgerðum eins og aðstoðarfólki á deildum, starfsfólki við þrif og lyfjafræðingum. Það er því stór hluti af starfinu að ráða við að stjórna hugsanlega umtalsverðum fjölda innlendra starfsmanna.
Á vettvangi er einkum gagnlegt að hafa hjúkrunarfræðinga með sérþekkingu í barnalækningum, hitabeltissjúkdómum, bráðalækningum, skurðlækningum, bólusetningum, lýðheilsu og starfsþjálfun.
Hæfni
- Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi
- Löggilding sem hjúkrunarfræðingur. Lágmark tveggja ára starfsreynsla af sjúkrahúsum á fagsviðum á borð við fæðingarfræði, barnalækningar, meðferð nýbura, bráðalækningum, gjörgæslu, svæfingum, smitsjúkdómum, hreinlæti hjúkrunar, skurðlækningum/eftirmeðferð eða aðgerðir.
- Hefur lokið námskeiði í hitabeltissjúkdómum sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða er með að lágmarki 1 árs viðeigandi starfsreynslu frá hitabeltissvæðum.
- Lengd verkefna: 6 til 12 mánuðir.
Æskileg viðbótarhæfni
- Stjórnunarreynsla (t.d. deildarstjóri eða einingarstjóri).
- Framhaldsnám á einu af þeim fagsviðum sem tilgreind eru hér að ofan og/eða starfsreynsla á sviði heilsugæslu flóttafólks / alþjóðlegrar lýðheilsu.
- Reynsla af klínískri menntun og/eða þjálfun.
- Lágmark 5 ára starfsreynsla að námi loknu.