Geðlæknir
Geðlæknir
Sem geðlæknir getur þú unnið með þolendum kynferðisofbeldis eða fólki sem hefur orðið fyrir áföllum eftirvopnuð átök eða náttúruhamfarir. Þú getur skipulagt stuðningsprógramm fyrir fólk með HIV/alnæmi og/eða berkla (TB), eða unnið með börnum fjölskyldna á flótta sem hafa verið rifin upp með rótum.
Geðlæknastörf Lækna án landamæra í mörgum mismunandi tilfellum:
• Neyðarástand (náttúruhamfarir og manngerðar hamfarir)
• Langvarandi og viðvarandi kreppur
• Með útilokuðum og jaðarsettum hópum (þolendum kynferðisofbeldis, þolendum ofbeldis, minnihlutahópum, innflytjendum o.s.frv.)
• Að flétta saman nýja læknisfræðilega þætti í rótgróna læknisfræðilega strúktúra (HIV/alnæmi, berkla, Lifrabólgu C, hemorrhagic fever o.s.frv.)
Sem geðlæknir verður þitt hlutverk að stinga uppá, hrinda í framkvæmd og betrumbæta meðferð sjúklinga sem þjást af geðrænum vandamálum á hátt sem er sniðinn að staðbundnu samhengi og menningu. Stór hluti af vinnu þinni verður að samræma hina ýmsu starfsemi sem á sér stað í verkefninu, auk þess að ráða inn og þjálfa þarlenda starfsmenn innan geðheilbrigðisgeirans. Aðlögun tækjanna að staðbundnum menningarþörfum/samhengjum mun einnig vera mikilvæg. Flest verkefnin samanstanda af bæði klínískum (einstaklingsbundnum og hópamiðuðum) og samfélagslegum þáttum. Þetta kallar á nálgun á mörkum læknisfræði, sálfræði og félagslegra þátta.
Skyldur:
• Stjórna geðheilbrigðisstarfsemi fyrir heilt sjúkrahús/verkefni
• Veita þolendum kynferðisofbeldis umönnun og aðstoð
• Tryggja að starfsemi sjúklinga innan geðheilbrigðis fari fram með reglubundinni eftirfylgni
• Stýra, þjálfa og leiðbeina starfsmönnum innan geðheilsu
• Ganga úr skugga um að geðheilbrigðisstarfsfólk haldi hlutleysi í vinnunni, óháð persónulegum tilfinningum/viðhorfum
• Tryggja að tungumálatúlkar læri viðeigandi og rétt hugtök og hegðun
• Þekkja þarfir markhópsins fyrir stuðningi tengdum geðheilsu og skipuleggja geðheilbrigðisstefnu út frá því
• Kortleggja upplýsingar um núverandi geðheilbrigðisþjónustu, þar á meðal önnur sjálfboðaliðasamtök, samfélagshópa og opinbera heilbrigðisþjónustu
• Ganga úr skugga um að geðheilbrigðisdeildin taki þátt í ráðgjöf og forvörnum gegn smitum foreldra til barna (PPTCT), og bjóði uppá ráðgjöf og prófun á starfsemi þegar þörf er á
• Tryggja að fólk með geðræn vandamál fái viðeigandi meðferð, þar með talin geðlyf og sálfélagslegan stuðning, annaðhvort innan MFS-prógrammsins eða með öðrum úrræðum
• Tryggja innleiðingu allra staðla Lækna án landamæra varðandi siðareglur og verklag geðheilbrigðis
• Ábyrgð á aðgengi og útdeilingu geðlyfja
• Áhersla á tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu
Hæfniskröfur
• Læknir með sérhæfingu í geðlækningum
• Lágmark 2 ára klínísk reynsla af meðferð sjúklinga samkvæmt geðmeðferðaraðferðum og/eða ráðgjafaraðferðum í þverfaglegu umhverfi
• Reynsla af fjölbreyttum geðmeðferðaraðferðum/nálgunum svo sem kerfisbundnum, hugrænum/atferlislegum, geðfræðilegum, skjólstæðingsmiðuðum
• Reynsla af geðrænum vandamálum sem tengjast að minnsta kosti einu af eftirfarandi sviðum: áföllum, áfallastreituröskun, kynferðisofbeldi, HIV /alnæmi, berklum eða öðrum langvinnum veikindum
• Reynsla af þróun sálfræðilegra verkfæra og/eða námskeiða/verkfæra sem hægt er að nota í fræðsluskyni
• Enska reiprennandi (munnleg og skrifleg)
Umsækjendur í geðheilbrigði verða að fylla út færnimat auk hefðbundinna umsóknarskilyrða. Ferilskrá og spurningalisti umsækjanda verða metin og staðfest af tækniráðgjafa innan geðheilbrigðis frá Læknum án landamæra áður en mögulegt viðtal verður tekið.
Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no