Faraldsfræðingur

Foto: Leger Uten Grenser

Faraldsfræðingur


Faraldsfræðingar hjá Læknum án landamæra vinna að jafnaði á þremur sviðum: viðbrögðum við upphafi faraldra og að ná tökum á þeim, eftirliti og rannsóknum.

Hjem > Island > Hlutverk > Faraldsfræðingur

Verkefnin geta verið þau að bregðast við faröldrum, rannsaka dauðsföll, meta og koma á laggirnar kerfi um eftirlit með sjúkdómum ásamt gagnreyndum faraldsfræðilegum stuðningi við flókin verkefni.

Gabriel Fitzpatrick, faraldsfræðingur hjá Læknum án landamæra klæðist öryggisbúnaði áður en farið er inn á háhættusvæði við Ebóla-miðstöðina í Kailahun í Sierra Leone. Ljósmynd: Læknar án landamæra / P.K. Lee


Hæfni

Þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi. 

  • MA í faraldsfræði og/eða MA í stýringu smitsjúkdóma og/eða MA í lýðheilsu með áherslu á faraldsfræði. 
  • Hagnýt reynsla af því að móta, framkvæma og meta rannsóknir og reynsla af megindlegum/eigindlegum rannsóknaraðferðum 
  • Geta til að móta og hrinda í framkvæmd gagnasöfnunarkerfum fyrir vöktun sjúkdóma og upphafs faraldra, þ.m.t. rannsóknir á manndauða og næringarrannsóknir 
  • Geta til að þjálfa aðra í markvissri gagnasöfnun, greiningu og rannsóknaraðferðum 
  • Reynsla af viðeigandi hugbúnaði (Microsoft Excel og að minnsta kosti einu tölfræðiforriti, td. Epi-info eða SPSS) 
  • Getur unnið á vettvangi í að lágmarki 6-12 mánuði 

Við ráðleggjum þér að horfa á þetta myndband frá Læknum án landamæra í Bretlandi: 

Æskileg viðbótarhæfni

  • Læknisfræðilegur bakgrunnur (læknir) 
  • Þekking á hitabeltissjúkdómum/smitsjúkdómum 
  • Reynsla af viðbrögðum við upphafi faraldra 
  • Fyrri reynsla af framlagi til vísindalegrar útgáfu eða auðsýndur áhugi á rannsóknum 
  • Möguleiki á að koma til vinnu í bráðum neyðaraðstæðum með stuttum fyrirvara (24 til 48 klst.) og í stuttan tíma í senn (3 – 6 vikur) 

Athugið

Umsækjendur um stöðu faraldsfræðings þurfa að fylla út eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrár og hæfnispróf verða metin og staðfest af ráðgjafa á sviði faraldsfræði áður en til viðtals kemur. 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen