Faraldsfræðingur
Faraldsfræðingur
Faraldsfræðingar hjá Læknum án landamæra vinna að jafnaði á þremur sviðum: viðbrögðum við upphafi faraldra og að ná tökum á þeim, eftirliti og rannsóknum.
Verkefnin geta verið þau að bregðast við faröldrum, rannsaka dauðsföll, meta og koma á laggirnar kerfi um eftirlit með sjúkdómum ásamt gagnreyndum faraldsfræðilegum stuðningi við flókin verkefni.
Hæfni
Þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi.
- MA í faraldsfræði og/eða MA í stýringu smitsjúkdóma og/eða MA í lýðheilsu með áherslu á faraldsfræði.
- Hagnýt reynsla af því að móta, framkvæma og meta rannsóknir og reynsla af megindlegum/eigindlegum rannsóknaraðferðum
- Geta til að móta og hrinda í framkvæmd gagnasöfnunarkerfum fyrir vöktun sjúkdóma og upphafs faraldra, þ.m.t. rannsóknir á manndauða og næringarrannsóknir
- Geta til að þjálfa aðra í markvissri gagnasöfnun, greiningu og rannsóknaraðferðum
- Reynsla af viðeigandi hugbúnaði (Microsoft Excel og að minnsta kosti einu tölfræðiforriti, td. Epi-info eða SPSS)
- Getur unnið á vettvangi í að lágmarki 6-12 mánuði
Við ráðleggjum þér að horfa á þetta myndband frá Læknum án landamæra í Bretlandi:
Æskileg viðbótarhæfni
- Læknisfræðilegur bakgrunnur (læknir)
- Þekking á hitabeltissjúkdómum/smitsjúkdómum
- Reynsla af viðbrögðum við upphafi faraldra
- Fyrri reynsla af framlagi til vísindalegrar útgáfu eða auðsýndur áhugi á rannsóknum
- Möguleiki á að koma til vinnu í bráðum neyðaraðstæðum með stuttum fyrirvara (24 til 48 klst.) og í stuttan tíma í senn (3 – 6 vikur)
Athugið
Umsækjendur um stöðu faraldsfræðings þurfa að fylla út eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrár og hæfnispróf verða metin og staðfest af ráðgjafa á sviði faraldsfræði áður en til viðtals kemur.