Birgðastjóri

Foto: Rogier Jaarsma/Leger Uten Grenser

Birgðastjóri


Læknar án landamæra hafa sett sér þá stefnu að haga innkaupum hjá sér á gagnsæjan og skilvirkan hátt hvort heldur sem er um að ræða staðbundin, svæðisbundin eða alþjóðleg innkaup. Markmiðið er alltaf að haga innkaupum þannig að samtökin fái bestu fáanlegu gæði, verð og þjónustu – á sem stystum tíma. 

Hjem > Island > Hlutverk > Birgðastjóri

Hlutverk birgðastjóra hjá Læknum án landamæra hefur verið tekið til gagngerrar endurskoðunar á undanförnum árum og vægi starfsins hefur verið aukið verulega. 

Birgðastjórar vinna náið með fjármálastjórum verkefna en hlutverk birgðarstjóra er að taka við óskum og pöntunum einstakra deilda og panta það sem vantar, í samræmi við það sem fyrirfram ákveðin fjárhagsáætlun kveður á um. Birgarstjórar samræma pantanir og finna hagkvæmustu leiðirnar til að flytja það sem vantar á viðkomandi stað. Birgðastjórar taka einnig ákvarðanir um hvar sé best að versla, hvort hluti þurfi að panta langt að eða hvort hægt sé að versla í nærumhverfinu. Birgðastjórar bera ábyrgð á vöruhúsi á hverjum stað fyrir sig, birgðahaldi og talningu. Birgðastjórar gegna mjög mikilvægu hlutverki í því að veita þeim neyðaraðstoð sem á þurfa að halda. 

Birgðastjóri ber ábyrgð á því að móta stefnu um vörukaup í viðkomandi verkefni, hvar og hvernig vörukaupum skuli háttað. Markmið LÁL er alltaf gagnsæi í störfum sínum og er birgðahald engin undantekning frá þeirri reglu. 


Hæfni

  • Háskólamenntun á sviði hagfræði eða stjórnunar. 
  • Þekking á innkaupum  
  • Góð kunnátta í samningagerð og mótun tengslanets. 
  • Hæfileiki til að vinna sjálfstætt. 
  • Framtakssemi.  
  • Góð kunnátta í Excel ásamt því að vinna með og greina tölfræðigögn. 
  • Reynsla af ERP-kerfi. 
  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti. 
  • Vilji til að skuldbinda sig í 6-12 mánuði. 

Athugið 

Áður en haldið er af stað í fyrsta verkefnið fara verðandi sendifulltrúar á umfangsmikið undirbúningsnámskeið á vegum Lækna án landamæra. Þar er farið í verkferla, stjórnun, hugbúnað og fleira sem notast er við í verkefnum á vegum LÁL. Námskeiðið er sendifulltrúum að kostnaðarlausu. 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen