Birgðastjórnun - Lagerstjóri

Foto: Leger Uten Grenser/Florian Lems

Birgðastjórnun - Lagerstjóri


Hjem > Island > Hlutverk > Birgðastjórnun - Lagerstjóri

Hlutverk birgðastjórnanda hjá Læknum án landamæra hefur nýlega verið sérhæft enn frekar. Birgðastjórnandi hjá Lækna án landamæra þarf að beita fjölbreyttri fagtæknilegri sérþekkingu sinni til að samræma innkaup og flutning birgða, bæði á vettvangi og á alþjóðavettvangi. Vöruhúsastjórnun er einnig mikilvægur og stundum mjög yfirgripsmikill þáttur í þeirri vinnu sem unnin er.

Læknar án landamæra hafa birgðastjórnendur sem sinna þannig starfi jafnt í einstökum verkefnum sem á yfirskipuðu stigi í landi þar sem verkefni er í gangi. Hvert einstakt hlutverk á sviði birgðastjórnunar er nauðsynlegt öllum verkefnum okkar og stuðlar að faglegri og skilvirkri leið til að veita mikilvæga heilbrigðisþjónustu , oft í þar sem neyðin er mest.

Hjá Læknum án landamæra berð þú ábyrgð á skipulagningu, samhæfingu og stjórnun á daglegum rekstri vörulagers á skilvirkan, öruggan og sjálfbæran hátt. Þú verður einnig yfirmaður vettvangs starfsmanna í vöruhúsinu og stýrir þjálfun þeirra.

Hæfni

· Framhaldsmenntun á viðeigandi sviði

· Minnst tveggja ára reynsla af sambærilegu starfi við lagerstjórnun, stjórnunarreynsla er vel séð.

· Góð kunnátta í Excel (tölfræði, skýrslugerð o.s.frv.)

· Reiprennandi færni í ensku (rit- og talmáli)

Æskileg viðbótarhæfni

· Háskólamenntun í lagerstjórnun og námi sem tengist stjórnun.

· Reynsla af ERP-kerfi æskileg.

· Kunnátta í frönsku, spænsku eða arabísku kostur.

Lengd verkefna

· 6 til 12 mánuðir

Athugið: Fyrir fyrsta svæðisverkefnið færð þú þjálfun innanhúss um tæknilegar verklagsreglur, verkfæri og hugbúnað sem við notum við vörustjórnun á vettvangi. Læknar án landamæra greiða allan grunnkostnað við þátttöku í þessu námskeiði.

Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen