Birgðastjórnun - innkaupastjóri

Foto: Leger Uten Grenser/Karin Ekholm

Birgðastjórnun - innkaupastjóri


Hjem > Island > Hlutverk > Birgðastjórnun - innkaupastjóri

Hlutverk birgðastjórnanda hjá Læknum án landamæra hefur nýlega verið sérhæft enn frekar. Innkaupastjóri við birgðastjórnun Lækna án landamæra þarf að beita fjölbreyttri fagtæknilegri færni sinni til dæmis við það að samræma innkaup og flutning birgða, bæði á svæðinu og á alþjóðavettvangi. Vöruhússtjórnun er einnig mikilvægur og stundum mjög yfirgripsmikill þáttur í þeirri vinnu sem unnin er. Læknar án landamæra hafa birgðastjórnendur sem sinna þessu starfi jafnt í einstökum verkefnum sem á yfirskipuðu stigi í landi þar sem verkefni er í gangi. Hvert einstakt hlutverk á sviði birgðastjórnunar er nauðsynlegt öllum verkefnum okkar og stuðlar að faglegri og skilvirkri leið til að veita mikilvæga læknisfræðilega neyðarmeðferð.

Innkaupastjóri ber ábyrgð á því að móta stefnu fyrir staðbundin, svæðisbundin og alþjóðleg innkaup og að vörustjórn þessa sé unnin á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Markmiðið er að finna besta jafnvægið á milli gæða, þjónustu og verðlags á réttum tíma.

Ljósmynd: Innkaupastjórinn Jeri Driskill í vöruhúsinu í Ormoc á Filippseyjum undirbýr afhendingu á vörum til íbúa sem urðu fyrir búsifjum af völdum fellibylsins Yolanda/Haiyan. Ljósmynd: Læknar án landamæra/ Florian Lems

Hæfni

·        Háskólamenntun á sviði brigðastjórnunar, hagfræði, viðskiptafræði eða annað sem tengist stöðunni beint.

·        Þekking á kortlagningu á birgðum og innkaupum.

·        Góð kunnátta í samningagerð og mótun samstarfsneta.

·        Miklir hæfileikar til að taka sjálfstæðar dfákvarðanir.

·        Geta til að vinna sjálfstætt og treysta eigin ákvörðunum.

·        Góð kunnátta í Excel (tölfræði, skýrslugerð o.s.frv.)

·        Talsverð reynsla af því að safna gögnum, skipuleggja þau og greina.

·        Reynsla af ERP-kerfi.

·        Reiprennandi færni í ensku (rit- og talmáli)

·        Lengd verkefna: 6 til 12 mánuðir

Athugið: Fyrir fyrsta svæðisverkefnið færð þú þjálfun frá samtökunum um tilteknar tæknilegar starfslýsingar, verklagsreglur, verkfæri og hugbúnað sem við notum við birgðastjórnun á vettvangi. Læknar án landamæra greiða kostnað vegna þátttöku í námskeiðum.

Frekari upplýsingar? Sendu tölvupóst á rekruttering@legerutengrenser.no

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen