Almennir starfsmenn
Almennir starfsmenn
Fólk sem starfar fyrir Lækna án landamæra ber ábyrgð á framkvæmd og þróun verkefna og verkþátta sem tengjast heilsugæslu.
Í þessu hlutverkni taka einstaklingar þátt í stefnumótunarvinnu og vinna að hagnýtum atriðum í rekstri og skipulagi verkefna. Þú kemur til með að vinna að bæði litlum og stórum verkefnum í daglegu umhverfi verkefna okkar á vettvangi, þar sem mikið þörf er á að vinna í þverfaglegu umhverfi með heibrigðisstarfsfólki, fjármála- og rekstararfólki. Til viðbótar þarftu að vera tilbúinn til að vera ábyrgur fyrir viðhaldi bygginga, bílaflota, samskiptatækni o.s.frv. Þetta eru aðeins nokkur af þeim verkefnum sem koma á borð starfsmanna á vettvangi hjá Læknum án landamæra.
Meðal verkefna eru
- Ábyrgð á daglaunastarfsfólki, öryggisvörðum og bílstjórum
- Skipuleggja innkaup vegna stærri verkefna t.a.m. á byggingar- og viðhaldsefni
- Leggja flugbrautir, byggja öryggisskýli og stjórnun á starfsfólki
- Skipulag á meðferð sorps
Starfinu fylgir alltaf mikil ábyrgð og hluti af því er að miðla þekkingu, veita leiðsögn og stjórnun á verkefnum og starfsfólki.
Hæfni
- Tveggja ára viðeigandi starfsreynsla þar sem reynt var á þverfaglega samvinnu og verkefnastjórnun
- Handverksmenntun, sveinspróf eða annarskonar viðurkennd menntun eða sjálfsmenntun verður tekin til greina.
- Úrlausnamiðaður
- Forvitni til að læra og tileinka sér tækni
- Enska, hár skilningur bæði munnlega og skriflega
- Þekking á Word og Excel
Lengd verkefna
- 6 til 12 mánuðir
Athugið
Fyrir fyrsta verkefni á vettvangi færð þú starfsþjálfun hjá Læknum án landamæra, þar verður farið yfir tilteknar tæknilegar starfslýsingar, verklagsreglur, verkfæri og hugbúnað sem við notum við vörustjórnun á vettvangi. Læknar án landamæra greiða grunnkostnað við þátttöku í þessu námskeiði