Fjármálastjóri
Fjármálastjóri
Ábyrgð á peningavafstri og öllum greiðslum innan verkefnis á vegum Lækna án landamæra liggur hjá fjármálastjóranum. Með hans hjálp geta aðrir meðlimir teymisins einbeitt sér að því sem þeir gera best – að halda rekstri heilbrigðisþjónustu gangandi.
Fjármálastjórar eru ábyrgir fyrir bókhaldi, greiðslu reikninga, greiðslu launa, framfylgt fjárhagsáætlunar og gerð nýrrar fjárhagsáætlunar fyrir hvert ár.
Fjármálastjórar starfa gjarnan með héraðsyfirvöldum og þjónustuveitendum varðandi fjármögnun verkefna og úrlausn þeirra vandamála sem upp gætu komið. Fjármálastjórar eru hluti af stjórnendateymi verkefnis og sem hluti þess teymis hafa fjármálastjórar áhrif á framtíð og framgang viðkomandi verkefnis.
Það er misjafnt eftir ríkjum og verkefnum hvort að fjármálastjórar vinna á vettvangi eða í höfuðborgum þess ríkis sem verkefnið er staðsett í. Ef um er að ræða starf í höfuðborg eru reglulegar vettvangsferðir mjög mikilvægar til að veita teymi á vettvangi þann stuðning sem þarf.
Hæfni
- Umtalsverð reynsla af bókhaldi, gerð fjárhagsáætlana og umsýslu með reikningum.
- Geta til að vinna með teymi á sviði áætlanagerðar.
- Þekking á fyrirkomulagi fjármála í stórum fyrirtækjum er kostur.
- Geta til að vinna í fjölbreyttu lagaumhverfi.
- Geta til að skuldbinda sig til a.m.k. 18 mánaða er kostur (með hléum)
Lengd verkefna
- 6 til 12 mánuðir
Athugið
Áður en haldið er af stað í fyrsta verkefnið fara verðandi sendifulltrúar á umfangsmikið undirbúningsnámskeið á vegum Lækna án landamæra. Þar er farið í verkferla, stjórnun, hugbúnað og fleira sem notast er við í verkefnum á vegum LÁL. Námskeiðið er sendifulltrúum að kostnaðarlausu.