Foto: Leger Uten Grenser
Hjem > Island > Spurningar og svör um störf á vettvangi
Nyheter

Spurningar og svör um störf á vettvangi

06.11.2018 | Oppdatert 14.11.2018

Öflun nýliða

HVERJAR ERU GRUNNFORSENDUR UMSÓKNAR?

      Skuldbinding og skilningur á grundvallarreglum Lækna án landamæra, gildum og sáttmála (Charter)

 

      Að minnsta kosti tveggja ára viðeigandi starfsreynsla að námi loknu, fyrir þá stöðu sem þú sækir um

 

      Reynsla í að leiðbeina, kenna og stjórna öðrum

 

      Staðreynd hæfni til að virka vel sem þátttakandi í fjölmenningarlegu og þverfaglegu teymi

 

      Hæfni til að skipuleggja, forgangsraða vinnuálagi og til að eiga frumkvæði

 

      Vilja til að vinna í hugsanlega óstöðugu og áhættusömu umhverfi

 

      Viðeigandi reynsla af ferðalögum eða starfi í fjarlægum þvermenningarlegum samfélögum í löndum með takmörkuð úrræði

 

      Hæfni til að takast á við streitu

 

      Möguleiki á að vinna á vettvangi í að minnsta kosti 6 til 12 mánuði í fyrsta vettvangsverkefni. Undantekning gildir um kvensjúkdómalækna, svæfingalækna og skurðlækna (sjá sérstakar starfsgreinar)

 

      Einstaklingar með læknisfræðilegan bakgrunn verða að hafa viðurkennda löggildingu (þarf ekki endilega að vera norsk) og nýleg klínísk reynslu

 

      Einstaklingar með læknisfræðilegan bakgrunn verða að hafa staðist námskeið í hitabeltislækningum sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða að minnsta kosti eins árs viðeigandi starfsreynslu frá hitabeltissvæðum. Undantekning gildir um kvensjúkdómalækna, svæfingalækna og skurðlækna (sjá sérstakar starfsgreinar)

 

      Vera norskur ríkisborgari eða hafa atvinnuleyfi í Noregi, eða hafa gild norsk ferðaskilríki.

 

Við getum aðeins meðhöndlað umsóknir sem uppfylla þessar grunnkröfur. Allar umsóknir verða að berast á rafrænu formi á vefsíðu okkar.

 

Æskileg viðmið

 

      Tungumálakunnátta er kostur - sérstaklega í frönsku og arabísku - á millistigi B1 eða hærra. Spænska, portúgalska og rússneska geta einnig verið gagnleg tungumál, en í minna mæli

 

      Áhugi á og/eða reynslu af alþjóðlegum mannúðarmálum, alþjóðasamskiptum, mannfræði

 

      Fyrri vettvangsreynsla í svipuðu hlutverki í sjálfboðasamtökum.

 

HALDA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA FUNDI ÞAR SEM ÉG GET FENGIÐ MEIRI UPPLÝSINGAR OG RÆTT VIÐ VETTVANGSSTARFSFÓK

 

Læknar án landamæra halda  upplýsingafundi. Þar færð þú nákvæmar upplýsingar um starf okkar, og getur spurt vettvangsstarfsfólk spurninga um vettvangsvinnu og einnig spurt annað starfsfólk á skrifstofunni, sem vinnur að öflun nýliða .

Við auglýsum alla komandi viðburði á Facebook síðunni okkar.

 

Ef þú hefur mikinn áhuga á að verða starfsmaður á vettvangi, mælum við með að þú takir þátt í einum af þessum upplýsingafundum áður en þú sendir inn umsókn.

 

Upplýsingafundur stendur í u.þ.b. tvær klukkustundir, þar með talið spurningar og svör.

 

HVAÐA STARFSGREINAR/REYNSLA ERU ÁHUGAVERÐAR FYRIR LÆKNA ÁN LANDAMÆRA VIÐ RÁÐNINGU VETTVANGSSTARFSFÓLKS?

 

Læknar án landamæra ráða starfsfólk með læknisfræði og starfsfólk sem ekki hefur læknisfræðilega menntun til verkefna á vettvangi. Allt þetta fólk tekur með sér faglega hæfileika sína, reynslu sína og skuldbindingu og ósk um að uppfylla þær þarfir sem mæta okkur á vettvangi.

 

Verkefni okkar hafa marga staðbundna starfsmenn og fáa alþjóðlega vettvangsstarfsmenn. Að meðaltali höfum við tíu þjóðlega starfsmenn á móti hverjum alþjóðlegum vettvangsstarfsmanni í hverju verkefni.

 

Þjóðlegu starfsmennirnir inna af hendi ýmis störf, allt frá tæknilegum og stjórnunarlegum stuðningi, til hjúkrunarfólks og læknisfræðilegrar sérfræði. Lestu meira um hin ýmsu snið hér (link).

 

LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA KREFJAST MINNST TVEGGJA ÁRA VIÐEIGANDI STARFSREYNSLU: MERKIR ÞAÐ, FYRIR SÉRFRÆÐILÆKNA, TVÖ ÁR EFTIR AÐ ÞEIR VORU VIÐURKENNDIR Í NÚVERANDI SÉRGREIN?

 

Nei, ekki fyrir sérfræðilækna, lesið meira undir hverju sniði. Fyrir aðrar starfsgreinar er krafa um lágmark tveggja ára viðeigandi starfsreynslu.

 

Ef þú ert ekki viss hvort þú hefur næga reynslu, biðjum við þig að senda okkur ferilskrá (CV) þína svo við getum gefið þér ákveðin svör og ráðgjöf sem byggist á nánari upplýsingum um þitt tiltekna snið.

 

HVE LANGAN TÍMA TEKUR RÁÐNINGARFERLIÐ? HVE LÖNGU ÁÐUR EN ÉG GET FARIÐ ÚT Á ÉG AÐ SÆKJA UM? HVAÐ HEFUR ÞAÐ Í FÖR MEÐ SÉR?

 

Það besta er að sækja um í góðan tíma áður en þú getur farið á vettvang. Mundu að ferlið felur í sér bæði ráðningu, undirbúningsnámskeið fyrir brottför - og ekki minnst allt ferlið við að finna viðeigandi verkefni fyrir einstakling með þína reynslu einmitt á því tímabili sem þú getur farið. 

 

Það er algengt að það taki allt að fjórum mánuðum frá því umsókn berst þar til farsæl ráðning hefur átt sér stað.

 

Hér sést hvernig skrefin í ferlinu líta út:

 

1.     Umsækjandi sækir um rafrænt í gegnum umsóknargáttina okkar og hleður upp hvatningarbréfi, uppfærðri ferilskrá (CV) og skjölum um formlega menntun

 

2.     Umsækjendur sem teljast koma til greina verða að gangast undir könnun á tæknilegri færni sem skiptir máli fyrir hlutverk þeirra.

 

3.     Umsækjendur sem eru taldir hæfir, með rétta færni og hvatningu eru boðnir til alhliða viðtals

 

4.     Viðtölin standa yfir í heilan dag og fara fram á skrifstofu Lækna án landamæra í Ósló allt árið um kring. Lækna án landamæra standa ekki straum af útgjöldum vegna ráðningarferilsins

 

5.     Eftir farsæla ráðningu er umsækjendum boðið til ´onboardingdag´ til að læra meira um ferlið framundan

 

6.     Umsækjandinn tekur eftir þetta þátt í undirbúnings námskeiði fyrir brottför. Námskeiðið stendur yfir í 6 til 12 daga, allt eftir sniðinu þínu. Ferðir og uppihald eru greidd af Læknum án landamæra

 

7.     Fyrst eftir að undirbúningsnámskeiðinu er lokið telst þú vera virkur vettvangsstarfsmaður með öllu því sem það felur í sér af eftirfylgni og upplýsingum áður en þú getur farið á vettvang 

 

Hvaða vettvangsverkefni sem þú verður send(ur) í fer algjörlega eftir þörfunum á vettvangi. Með nærveru í yfir 70 löndum og með meira en 3.500 alþjóðlega vettvangsstarfsmenn í vinnu öllum stundum um allan heim, er það púsluspil að fá bitana til að passa saman þannig að við fáum þig einmitt inn þar sem þú passar best á þeim tíma sem þú ert til ráðstöfunar. Vinnan við að að finna passandi vettvangsverkefni fyrir þig getur venjulega tekið frá fjórum vikum og allt að sex mánuðum frá því að þú varðst virkur vettvangsstarfsmaður.

 

REIKNAST KANDIDATTÍMABILIÐ SEM VIÐEIGANDI STARFSREYNSLA?

 

Já. Kandidattímabilið reiknast sem viðeigandi starfsreynsla, og telst með í kröfunni um tveggja ára viðeigandi reynslu til að geta sótt um.

 

ÞARF ÉG NÁMSKEIÐ Í HITABELTISLÆKNINGUM TIL AÐ GETA UNNIÐ SEM LÆKNISFRÆÐILEGUR STARFSMAÐUR?

 

Já. Þú verður að hafa staðist námskeið í hitabeltislækningum sem er viðurkennt af Læknum án landamæra, eða hafa að lágmarki eins árs viðeigandi starfsreynslu fra hitabeltissvæðum. Undantekning frá þessu eru kvensjúkdómalæknar, svæfinalæknar og skurðlæknar.

 

Sjá þá skóla sem bjóða námskeið í hitabeltislækningum sem eru viðurkennd af Læknum án landamæra (link)

 

Við ráðleggjum þér að senda umsókn þína til okkar eftir að þú hefur fengið skírteini um staðið námskeið í hitabeltislækningum, viðurkenndu af Læknum án landamæra. Þannig getur þú gefið okkur nákvæmar dagsetningar um það hvenær þú ert tiltæk(ur) fyrir verkefni.

GET ÉG SÓTT UM ÞÓ SVO AÐ ÉG HAFI EKKI STUNDAÐ STARFSGREIN MÍNA Í NOKKUR ÁR?

 

Umsækjendur um læknisfræðilegar og para-læknisfræðilegar stöður geta ekki haft hlé á klínískri reynslusögu í meira en tvö ár. Þeir eiga að nota færni sína í krefjandi umhverfi og verða að hafa uppfærða sérþekkingu.

 

Enda þótt það sé ekki sama regla fyrir ekki-læknisfræðileg snið, geta möguleikar umsækjanda minnkað ef þeir hafa ekki viðeigandi eigin reynslu á undangengnum þrem eða fjórum árum.

 

Þetta verður að meta í hverju einstöku tilfelli.

 

ERU MÖGULEIKARNIR MEIRI EF ÉG HEF UNNIÐ Í EKKI-VESTRÆNU LANDI MEÐ LÁG LÍFSKJÖR?

 

Já. Með slíkri reynslu hefur þú á nokkurn hátt orðið fyrir svipuðu umhverfi og því sem þú munt verða fyrir á vettvangi. Þú veist hvað það þýðir að vinna á stað sem er öðruvísi, og langt frá þínu kunnuglega umhverfi á margan hátt.

 

Á vettvangi er nauðsynlegt að vera sjálfstæð(ur), örugg(ur) varðandi færni þína og fær um að taka eigin ákvarðanir án þess stuðnings og eftirlits sem þú ert vön/vanur við að heiman. Hafir þú orðið fyrir þessu einhverntíma áður og veist að þú ræður við það mun sú reynsla vega jákvætt.

 

HVAÐA ERLEND TUNGUMÁL ÆTTI ÉG AÐ KUNNA TIL ÞESS AÐ AUKA MÖGULEIKA MÍNA Á RÁÐNINGU?

 

Alþjóðlegu vinnutungumálin sem Læknar án landamæra nota eru franska og enska. Franska og/eða arabíska (að minsta kosti stig B1) auka líkurnar á ráðningu.

 

Þú skalt líka veita því athygli að á vettvangi munt þú vera í fjölmenningarlegu umhverfi og þú ert að öllum líkindum sá eini með norsku sem móðurmál og hugsanlega að enginn hinna hafi ensku sem sitt fyrsta erlenda tungumál.

 

ÞARF ÉG AÐ VERA NORSKUR RÍKISBORGARI TIL ÞESS AÐ STARFA MEÐ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA?

 

Læknar án landamæra geta aðeins tekið við umsóknum fyrir störf á vettvangi frá norskum ríkisborgurum, eða þeim sem hafa fengið atvinnuleyfi í Noregi, en þú þarft ekki að hafa norska löggildingu.

 

Varðandi flóttamenn getum við aðeins tekið við umsóknum fyrir vettvangsstörf ef þú hefur gilt ferðaskírteini.

 

Ef þú ert Íslendíngur getur þú sótt um og farið í gegn um ráðningarferlið hjá Læknum án landamæra í Noregi.

 

Ef engin af kröfunum sem nefndar eru hér að framan eiga við þig, geta Læknar án landamæra í Noregi því miður ekki tekið við umsókn frá þér.

 

Það er aftur á móti hugsanlegt að einhver af skrifstofum okkar geti metið þig til vettvangsstarfa. Hafið endilega samband við einhverja af starfsmiðstöðvum okkar í Amsterdam, Barcelona, Brussel, Genève eða Paris.

 

HVENÆR ER BESTI TÍMINN TIL AÐ SÆKJA UM?

 

Þú getur sótt um þegar þú hefur ákveðna dagsetningu fyrir verkefni, venjulega um það bil átta mánuðum áður en þú vilt út á vettvang.

 

GET ÉG SÓTT UM EF ÉG HEF EKKI HREINA SAKASKRÁ/FYRRI BROT?

 

Læknar án landamæra mismuna engum, sama á hvaða grundvelli sem er. Öllum hugsanlegum umsækjendum verður samt sem áður að vera ljóst að verði þeir ráðnir, mun verða nauðsynlegt að skoða sakaskrá og vottorð um góða hegðun.

 

Að hafa hlotið dóm þarf ekki endilega að leiða til höfnunar á starfsumsókn, en þetta mun verða metið einstaklingsbundið.

 

Þær kröfur sem um ræðir hér geta falið í sér möguleikinn á að sækja um vegabréfsáritun til ákveðinna landa.

 

RÁÐA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA AÐSTOÐARFÓLK TANNLÆKNA OG TANNLÆKNA?

 

Nei. Við ráðum ekki aðstoðarfólk tannlækna eða tannlækna til verkefna okkar á vettvangi.

 

RÁÐA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA ÞROSKAÞJÁLFA, SJÚKRAÞJÁLFA OG STARFSFÓLK SJÚKRABÍLA?

 

Nei. Læknar án landamæra hafa ekki þörf fyrir að ráða starfsfólk með þessi snið, af því að í þessar stöður er ráðið staðbundið.

 

GILDA EFRI ALDURSMÖRK FYRIR STARFSFÓLK Á VETTVANGI?

 

Læknar án landamæra mismuna ekki á grundvelli aldurs. Samt sem áður verður starfsfólk á vettvangi að hafa bæði andlega og líkamlega burði, sem gerir þeim kleyft að ráða við hugsanlega mjög krefjandi aðstæður á vettvangi.

 

Í Noregi tryggja tryggingar starfsfólk á vettvangi upp að 67 ára aldri.

 

HVAÐA OPINBER SKJÖL VERÐ ÉG AÐ HAFA TIL ÞESS AÐ SÆKJA UM STÖÐU SEM MENNINGARTÚLKUR?

 

Áhugasamir umsækjendur skulu vera norskir ríkisborgarar eða hafa atvinnuleyfi í Noregi til þess að við getum meðhöndlað umsókn frá þeim.

 

Varðandi flóttafólk getum við aðeins tekið við umsókn um vettvangsstörf ef þú hefur gilt norskt ferðaskilríki.

 

GET ÉG SÓTT UM EF ÉG HEF GEGNT HERÞJÓNUSTU?

 

Já. Þeir sem hafa verið fastráðnir í herþjónustu geta sótt um hafi þeir fullkomlega lokið starfssamningi sínum við herinn þegar þeir fara í vettvangsstörf með Læknum án landamæra.

 

Fyrrum hermenn verða ekki sendir til landa þar sem þeir hafa gegnt herþjónustu.

 

Ef starfsmaður er meðlimur í hernaðarsamtökum og mannúðarsamtökum samtímis getur það valdið hagsmunaárekstrum.

 

Læknar án landamæra, sem óháður mannúðaraðili leitar eftir í verki að vera sérstaklega óháður og hlutlaus aðili í öllum sínum verkefnum. Þessi grundvallaratriði kunna að vera í hættu ef samtökin væru með virka starfsmenn í verkefnum, sem samtímis væru aðilar að hernaðarsamtökum.

 

Verkefni

 

Í HVAÐA LANDI KEMUR ÞÚ AÐ ÖLLUM LÍKINDUM TIL MEÐ AÐ STARFA Í EF ÞÚ SÆKIR UM HJÁ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA Í NOREGI?

 

Þetta ræðst af mörgum þáttum, fyrst og fremst þörfum í verkefnum okkar, og hvaða færni, reynslu og tungumálakunnáttu þú býrð yfir. 

 

Það er mikilvægt að leggja áherslu á að við ráðum ekki fólk til sérstakra starfa eða til sérstakra landa. Við ráðum fólk sem uppfyllir skilyrði okkar, og síðan reynum við að finna stöðu við hæfi.

 

Þegar þú sækir um starf hjá okkur, sækir þú um almennt starf hjá Læknum án landamæra.

 

HVE LÖNG ERU VERKEFNIN?

 

Þú þarft að vera tiltæk(ur) í sex til tólf mánuði fyrir þitt fyrsta verkefni. Annað verkefnið þitt, og þau sem þú hugsanlega færð eftir það, eru mislöng og geta verið styttri.

 

Hve löng verkefnin eru ræðst af þörfunum á vettvangi. Því lengra tímabil sem þú ert tiltæk(ur), þeim mun betra, þar sem þú munt geta unnið að uppbyggingu á staðbundinni færni í löngum verkefnum. Þessi krafa gildir ekki fyrir kvensjúkdómalækna, skurðlækna og svæfingalækna.

 

HVE MIKILVÆGUR ER SVEIGJANLEIKI Í SAMBANDI VIÐ ÞAÐ HVENÆR ÉG GET FARIÐ Í VERKEFNI?

 

Það eru mjög litlar líkur á að verkefnið þitt byrji á fyrsta deginum sem þú ert tiltæk(ur). Þess vegna mun vettvangsstarfsmaður, sem er sveigjanlegri hvað varðar möguleika á að fara, verða metinn til fleiri lausra verkefna. Til dæmis getur umsækjandi sem er er tiltækur fyrir verkefni í níu mánuði innan tólf mánaða tímabils verið metinn til miklu fleiri lausra verkefna.

 

GET ÉG SÓTT UM ÞÓ SVO AÐ ÉG SÉ  TILTÆK(UR) Í MINNA EN SEX MÁNUÐI?

 

Allir nýir vettvangsstarfsmenn skuldbinda sig fyrir sex til tólf mánuði í fyrsta vekefni. Umsóknir, sem uppfylla ekki kröfu um lágmarkstímabil fyrir að vera tiltæk(ur) í vettvangsverkefni, verða ekki teknar til greina.

 

Undantekningar frá þessari kröfu eru:

 

      Skurðlæknar, svæfingalæknar og fæðingalæknar/kvensjúkdómalæknar geta fengið verkefni frá sex vikum til sex mánaða, að afloknu fyrsta verkefni í um það bil þrjá mánuði.

 

      Barnalæknar geta stundum fengið verkefni sem eru innan við sex mánaða tímabil.

 

      Það kann að vera þörf fyrir skurðstofuhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga í styttri verkefni, en það er rétt að benda á að hér er um að ræða takmarkaðan fjölda staða. Þess vegna getur þú verið send(ur) á vettvang sem almennur hjúkrunarfræðingur, með sömu kröfur um aðgengi og gildir um flestar aðrar stöður.

 

GET ÉG TILGREINT STAÐI SEM ÉG ÓSKA EKKI EFTIR AÐ FARA TIL, EÐA STAÐ SEM ÉG ÓSKA SÉRSTAKLEGA EFTIR AÐ FARA TIL?

 

Það er hluti af umboði okkar, eins og það stendur í stofnskrá okkar, að við veitum fólki aðstoða án tillits til þess hver eða hvar það er. Þess vegna biðjum við fólk sem starfar fyrir okkur að samþykkja þessa grundvallarreglu og vera tilbúið til að fara þangað sem Læknar án landamæra telja að þörfin sé mest og þar sem við teljum að þú sért best hæf(ur) til þess að veita aðstoð

 

Til dæmis gætir þú haft tungumálakunnáttu, menningarreynslu og þess háttar sem hentar ákveðnum löndum. Það verður að taka tillit til þessa þegar við metum þig til starfs, en almennt staðsetjum við fólk á grundvelli þarfa í verkefnum okkar - en ekki samkvæmt óskum einstaklinga.

 

FÁ VETTVANGSSTARFSMENN HJÁ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA GREIÐSLUR FYRIR ?

 

Vettvangsstarfsmenn fá mánaðarlegt endurgjald sem nemur 14.500 NOK á mánuði í fyrstu 12 mánuðina sem þeir eru á vettvangi, óháð sniði, reynslu og aldri.

 

Eftir fyrsta árið munu launin hækka smám saman með aukinni reynslu við störf á vettvangi hjá Læknum án landamæra. En það munu samt sem áður aldrei verða sérlega há laun þar sem ein af grundvallarreglum okkar er að það sé ekki launaupphæðin sem sé hvatinn að því að starfa hjá okkur.

 

Að auki munt þú fá greidda daglega fæðispeninga á vettvangi sem eiga að duga fyrir mat, drykkjarvörum og nauðsynlegum persónulegum útgjöldum á meðan þú starfar í verkefni. Fæðispeningar eru greiddir í gjaldmiðli viðkomandi lands og eru breytilegir á milli landa og ákvarðast af verðlagi þar sem þú ert.  

 

HVAÐA ÚTGJÖLD SJÁ LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA UM Í SAMBANDI VIÐ VERKEFNI Á VETTVANGI?

 

      Allar samgöngur á landsvísu og alþjóðlegar, sem tengjast verkefnum á vettvangi

 

      Öll framfærsla og húsnæði á ferðalagi og á vettvangi

 

      Allar viðeigandi bólusetningar

 

      Tryggingar, þar með taldar ferða-, líf-, og örorkutryggingar

 

      Lífeyrisiðgjöld (norskir ríkisborgarar)

 

      Heilsufarsskoðun fyrir og eftir verkefni

 

      Heimsending af læknisfræðilegum orsökum, ef nauðsyn krefur

 

      Sálfræðilegt eftirlit

 

Sjá kosti og þróunarmöguleika til að fá frekari upplýsingar. (link)

 

ER ÉG TRYGGÐUR Á VETTVANGI?

 

Já. Læknar án landamæra sjá um allar tryggingar sem þú þarft á að halda, þar á meðal:

 

      Sjúkratryggingu

      Ábyrgðartryggingu

      Örorkutryggingu

      Slysatryggingu í starfi

      Faglegar skaðabætur (aðeins fyrir starfsmenn með heilbrigðissnið)

      Farangurstryggingu

 

NB: Dýra persónulega muni eins og myndavél og tölvu gætir þú þurft að tryggja sjálf(ur).

 

ÞARF ÉG AÐ FARA Í HEILSUFARSSKOÐUN ÁÐUR EN ÉG FER Á VETTVANG?

 

Já, þú þarft að standast læknisfræðilega viðurkennda skoðun. Ef þú þjáist af langvarandi, krónískum, sjúkdómi og veltir því fyrir þér hvort það geti samræmst starfi á vettvangi, ráðleggjum við þér að hafa samband við þann aðila sem er ábyrgur fyrir ráðningum hjá okkur til þess að fá sendar leiðbeiningarnar sem heimilislæknirinn notar sem grundvöll fyrir þannig afgreiðslu.

 

Allar heilsufarslegar upplýsingar eru trúnaðarmál.

 

GET ÉG FARIÐ Á VETTVANG ÁSAMT MEÐ SAMBÝLINGI/FJÖLSKYLDU MINNI?

 

Nei. Allar stöður þeirra sem fara í fyrsta skipti til starfa á vettvangi eru án fylgdar. Á flestum verkefnisstaðanna er heldur ekki leyfi til heimsóknar frá vinum eða fjölskyldu.

 

Það er hægt að bjóða reyndu starfsfólki á vettvangi stöðu umsjónarmanns með fylgd, allt eftir þörfinni á vettvangi.

 

GETUR HVER SEM ER FARIÐ TIL STARFA Í VETTVANGSVERKEFNI Á EIGIN REIKNING SEM SJÁLFBOÐALIÐI/AÐSTOÐARMAÐUR? GETUR HVER SEM ER SEM FYRIR TILVILJUN ER STÖDD/STADDUR Á SVÆÐI ÞAR SEM VERKEFNI ER Í GANGI, KOMIÐ Í HEIMSÓKN EÐA EF TIL VILL VEITT AÐSTOÐ Í EINA EÐA TVÆR VIKUR?

 

Nei, teymin sem við sendum á vettvang hafa ekki rúm fyrir áheyrnarfulltrúa, aðstoðarfólk sem ekki er þjálfað, læknanema, stúdenta eða aðra sem ekki búa yfir hæfni til þess að vera fullgildir þátttakendur í störfum verkefnisins.

 

HAFIÐ ÞIÐ STÖÐUR FYRIR UNGLÆKNA Í VERKEFNUNUM? HAFIÐ ÞIÐ STÖÐUR FYRIR LÆKNASTÚDENTA?

 

Nei. Því miður krefjast aðstæður í vettvangsverkefnunum fullrar athygli teymanna, og þau hafa ekki ráðrúm til að fylgjast með, hafa eftirlit með eða meta unglækna og stúdenta.

 

HVE LÖNGU FYRIR VÆNTANLEGT VERKEFNI FÆ ÉG VIÐVÖRUN?

 

Þegar þú ert tiltæk(ur) reynum við að veita allt að tveggja mánaða viðvörun, en það er ekki alltaf mögulegt því þarfirnar á vettvangi geta breyst með stuttum fyrirvara. Því styttri viðvörun sem þú þarft áður en þú getur farið á vettvang þeim mun fleir stöður er hægt að meta þig fyrir. Undantekning á þessu gildir fyrir svæfingalækna, kvensjúkdómalækna og skurðlækna, þar sem upp geta komið bráðaþarfir. En það eru líka möguleikar á langtíma skipulagningu í okkar reglubundnu verkefnum.

 

FÆ ÉG SAMNING?

 

Já, Læknar án landamæra munu undirrita tímasettan og tímabundinn starfssamning við þig.

 

Sem ráðinn í starf munt þú fá mánaðrlegar greiðslur, lífeyrisiðgjald, alhliða tryggingafyrirkomulag, bólusetningar og aðra aðstoð varðandi heilsu, sálfræðilega aðstoð og tilheyrandi útgjöld.

 

Á vettvangi

 

FÆ ÉG ÞJÁLFUN Á VETTVANGI?

 

Læknar án landamæra hafa sem markmið að vettvangsstarfsmaðurinn sem þú tekur við af veiti þér þjálfun í þínu hlutverki á vettvangi.

 

En slík skörun er samt sem áður ekki alltaf möguleg eftir því hver staðan er, samhenginu í verkefninu, stjórnsýslulegum aðgerðum og aðgengi þess einstaklings sem þú kemur í staðinn fyrir, til dæmis ef viðkomandi hefur farið heim fyrr en ráðgert var af heilsufarsástæðum.

 

HVAÐ GET ÉG BÚIST VIÐ AÐ GERA SEM LÆKNIR Á VETTVANGI?

 

Störfin á vettvangi eru undir verkefninu komin og ástandinu í landinu. Venjulega taka læknar þátt í klínískri starfsemi, leiðsögn og þjálfun staðbundins læknisfræðilegs starfsfólks, í viðbót við læknisfræðilega gagnaöflun og stjórnunarverkefni.

 

Þetta er það sama og fyrir aðrar starfsstéttir heilbrigðisþjónustu, en hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og aðrir heilbrigðissérfræðingar munu að auki hafa talsverð mannaforráð yfir staðbundnu starfsfólki í eigin teymi.

 

HVERNIG MEÐHÖNDLA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA ÖRYGGI Á VETTVANGI?

 

Læknar án landamæra hafa alhliða málsmeðferð varðandi áhættustýringu og öryggisreglur í sérhverju verkefni, sem byggjast á greiningu og eftirliti með ástandinu í löndunum þar sem við störfum.

 

Starfsfólki á vettvangi er gerð grein fyrir ástandi öryggis í landinu áður en það fer á vettvang, og síðan eru veittar sértækar upplýsingar um öryggi og ítarleg kynning á gildandi reglum og venjum við komu á verkefnissvæðið.

 

Það er skylda hverjum og einum að skilja, samþykkja og fylgja öllum leiðbeiningum bæði varðandi hegðun og öryggi. Brjóti einstaklingur þetta verður hann sendur heim.

 

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir og viðurkenna að þrátt fyrir að Læknar án landamæra gera sitt ítrasta til þess að draga úr áhættu þar sem við vinnum, mun aldrei verða hægt að útiloka áhættu fullkomlega.

 

Sérhver vettvangsstarfsmaður samþykkir ákveðna persónulega áhættu fylgjandi því að fara á vettvang.

 

HVER ER VINNUTÍMINN Á VETTVANGI?

 

Vinnutími er mjög breytilegur og fer eftir verkefninu. Venjulega hefur þú einn frídag á viku. Starfið getur oft verið erilsamt og dagarnir langir.

 

FÆ ÉG EINHVERS KONAR FRÍ  Á MEÐAN VERKEFNIÐ STENDUR?

 

Venjulega er gefið fimm daga frí eftir þrjá mánuði í starfi, en á samningi sem er skemmri en sex mánuðir munt þú aðeins fá þessa daga greidda og þú getur ekki tekið út fríviku á meðan á dvöl þinni stendur. Ef þú vinnur í tólf mánuði munt þú vinna þér inn 30 daga launað frí á árinu.

 

Að auki getur þú nýtt þér staðbundna þjóðlega hátíðisdaga í landinu sem þú vinnur í eða auka leyfi til hvíldar og slökunar í samræmi við sérstakar aðstæður í verkefninu.

 

HVAÐA AÐSTOÐ ER FÁANLEG Á VETTVANGI OG ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM FRÁ VERKEFNI?

 

Í höfuðstað landsins sem þú starfar í er stjórnunarteymi með reyndum vettvangsstarfsmönnum sem samræma öll verkefnin í landinu. Verkefnið sem þú starfar við mun hafa stjórnunarteymi með reyndum vettvangsstarfsmönnum og þessir munu sjá um að samræma starfsemina í verkefninu þínu.

 

Þessi teymi munu veita þér stuðning á meðan á öllu verkefninu stendur þegar þú hefur þörf fyrir það. Þú munt m.a. hafa stjórnendur innan þíns fagsviðs sem svo hafa tæknilegan stuðning frá mismunandi ráðgjöfum á aðalskrifstofunni, það er að segja að þú sem læknir gætir til dæmis haft hjúkrunarfræðing sem stjórnanda. Að auki hafa Læknar án landamæra umfangsmiklar greinargerðir, leiðbeiningar og viðmiðunarefni aðgengilegt fyrir þig, bæði á netinu og á prenti.

 

Læknar án landamæra bjóða einnig upp á sálfélagslegan stuðning að afloknu verkefni.

Möguleikar á stafsframa

 

ER HÆGT AÐ VIÐURKENNA TÍMA MINN Á VETTVANGI MEÐ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA SEM HLUTA AF LÆKNISFRÆÐILEGRI SÉRFRÆÐIMENNTUN MINNI? 

 

Það er undir sérfræðigrein þinni komið og þeirri reynslu sem þú hefur fengið á vettvangi. Þú verður sjálfur að sækja um slíka viðurkenningu eftir að verkefninu er lokið, en við mælum með að þú fyrirfram kynnir þér vel þær reglur sem gilda og hugsanlegar kröfur um gögn til að gera ferlið auðveldara.

 

HALDIÐ ÞIÐ EINHVER NÁMSKEIÐ FYRIR ÞAU SEM HUGSA SÉR AÐ SÆKJA ÁÐUR EN ÞAU SÆKJA?

 

Nei. Læknar án landamæra halda sjálf ekki námskeið fyrir einstaklinga sem hafa í hyggju að sækja um.

 

GETIÐ ÞIÐ MÆLT MEÐ EINHVERJUM NÁMSKEIÐUM SEM HUGSANLEGIR UMSÆKJENDUR GETA SÓTT TIL ÞESS AÐ AUKA LÍKUR Á AÐ VERÐA FYRIR VALINU?

 

Nei, við mælum ekki með neinum sérstökum námskeiðum, en almennri sniðmótum (sjá kröfur undir hinum mismunandi sniðum).

 

HALDIÐ ÞIÐ EINHVER NÁMSKEIÐ FYRIR ÞAU SEM ÞEGAR ERU RÁÐIN TIL STARFA ÁÐUR EN ÞAU FARA Á VETTVANG?

 

Já, Læknar án landamæra halda undirbúningsnámskeið fyrir brottför fyrir umsækjendur sem hafa lokið árangursríku viðtali og sem mögulega munu fara fljótlega á vettvang.

 

Það er krafa um að hafa lokið þessu námskeiði áður en vettvangsverkefni hefst. Varðandi þau sem ráðin eru sem birgðastjórnendur eða í stjórnunarstörf getur einnig verið um að ræða námskeið meira tæknilegs eðlis fyrir fyrsta vettvangsverkefnið.

 

Þér verður að vera ljóst að það er takmarkaður fjöldi sæta í öllum þessum námskeiðum fyrir brottför. Þátttakendum verður forgangsraðað á námskeið fyrst og fremst út frá þeim þörfum sem við búumst við á vettvangi næstu mánuðina. Námskeiðslistar eru venjulega tilbúnir 4 - 6 vikum fyrir dagsetningu námskeiðanna.

 

HVERJIR ERU MÖGULEIKAR Á STARFSFRAMA FYRIR VETTVANGSSTARFSFÓLK HJÁ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA?

 

Læknar án landamæra hafa marga valmöguleika fyrir vettvangsstarfsfólk sem vilja stuðla að starfsframa innan samtakanna. Það eru margar stöður skipuleggjanda á vettvangi og á aðalskrifstofunni sem krefjast reynslu frá vettvangi. Við höfum námskeið sem aðstoðar þig við að taka skrefið upp í stjórnunarstöðu.

 

Við höfum mikla þörf fyrir reynda skipuleggjendur og stjórnendur með víðtæka reynslu. Það eru margar mögulegar leiðir til starfsframa.

 

Til dæmis getur læknir tekið þátt í fleiri vettvangsverkefnum og öðlast reynslu úr mismunandi samhengi. Síðan getur hann/hún tekið skrefið til að verða læknisfræðilegur teymisstjórnandi í verkefni, og eftir það læknisfræðilegur skipuleggjandi í höfuðborginni - hvort tveggja með ábyrgð á stefnumarkandi læknisfræðilegri forystu annarsvegar á verkefnastigi og hinsvegar á landsvísu.

 

Það er einnig hægt að verða verkefnaskipuleggjandi, tæknilegur ritari, ábyrgur fyrir landi eða að taka að sér eitt af mörgum stjórnendahlutverkum í samtökunum.
Við höfum mikla þörf fyrir vettvangsstarfsfólk sem vill starfa á vettvangi í mörg ár og vilja axla ábyrgð á læknisfræðilegri heildarstefnu og rekstri verkefna okkar.

 

HVAÐ EF ÉG SÆKIST EKKI EFTIR “STARFSFRAMA”, EN VIL HALDA ÁFRAM SEM VETTVANGSSTARFSMAÐUR?

 

Margir vettvangsstarfsmanna okkar velja vettvangsstörf með jöfnu eða ójöfnu millibili alla starfsævi sína í Noregi.

 

Þau samþætta starfsframa heimafyrir með venjulegu vettvangsstarfi og segja frá um aðgengi til vettvangsverkefna þegar einstaklingsbundnar aðstæður eða starfsskyldur leyfa. Læknar án landamæra hafa samstarfssamning við ráðningarfyrirtæki sem aðstoða vettvangsstarfsmenn við að finna störf þegar þeir koma aftur til baka frá vettvangi, ef þeir óska eftir því.

 

Tilboðið er bæði fyrir vettvangsstarfsmenn með læknisfræðilegan og ekki-læknisfræðilegan bakgrunn, og getur auðveldað að samþætta starfsframa heimafyrir og venjuleg vettvangsstörf.

 

HVE MARGIR SJÁLFBOÐALIÐAR VINNA FYRIR LÆKNA ÁN LANDAMÆRA?

 

Læknar án landamæra senda um það bil 3 500 alþjóðlega sjálfboðaliða á vettvang ár hvert og ráða um 31 500 staðbundna vinnufélaga. Að auki hafa samtökin margar staðbundnar skrifstofur víða um lönd sem veita aðstoð varðandi ráðningar á vettvangsstarfsfólki, safna peningum og þróa áætlanir og verkefni.

 

Mer i denne seksjonen  
Pasienthistorier
Feltblogg
Land
Helseutfordringer
Flyktninger
Krig og konflikt
Sykdommer
Foto: Leger Uten Grenser
Hjem > Island > Spurningar og svör um störf á vettvangi
Nyheter

Spurningar og svör um störf á vettvangi

06.11.2018 | Oppdatert 14.11.2018

Öflun nýliða

HVERJAR ERU GRUNNFORSENDUR UMSÓKNAR?

      Skuldbinding og skilningur á grundvallarreglum Lækna án landamæra, gildum og sáttmála (Charter)

 

      Að minnsta kosti tveggja ára viðeigandi starfsreynsla að námi loknu, fyrir þá stöðu sem þú sækir um

 

      Reynsla í að leiðbeina, kenna og stjórna öðrum

 

      Staðreynd hæfni til að virka vel sem þátttakandi í fjölmenningarlegu og þverfaglegu teymi

 

      Hæfni til að skipuleggja, forgangsraða vinnuálagi og til að eiga frumkvæði

 

      Vilja til að vinna í hugsanlega óstöðugu og áhættusömu umhverfi

 

      Viðeigandi reynsla af ferðalögum eða starfi í fjarlægum þvermenningarlegum samfélögum í löndum með takmörkuð úrræði

 

      Hæfni til að takast á við streitu

 

      Möguleiki á að vinna á vettvangi í að minnsta kosti 6 til 12 mánuði í fyrsta vettvangsverkefni. Undantekning gildir um kvensjúkdómalækna, svæfingalækna og skurðlækna (sjá sérstakar starfsgreinar)

 

      Einstaklingar með læknisfræðilegan bakgrunn verða að hafa viðurkennda löggildingu (þarf ekki endilega að vera norsk) og nýleg klínísk reynslu

 

      Einstaklingar með læknisfræðilegan bakgrunn verða að hafa staðist námskeið í hitabeltislækningum sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða að minnsta kosti eins árs viðeigandi starfsreynslu frá hitabeltissvæðum. Undantekning gildir um kvensjúkdómalækna, svæfingalækna og skurðlækna (sjá sérstakar starfsgreinar)

 

      Vera norskur ríkisborgari eða hafa atvinnuleyfi í Noregi, eða hafa gild norsk ferðaskilríki.

 

Við getum aðeins meðhöndlað umsóknir sem uppfylla þessar grunnkröfur. Allar umsóknir verða að berast á rafrænu formi á vefsíðu okkar.

 

Æskileg viðmið

 

      Tungumálakunnátta er kostur - sérstaklega í frönsku og arabísku - á millistigi B1 eða hærra. Spænska, portúgalska og rússneska geta einnig verið gagnleg tungumál, en í minna mæli

 

      Áhugi á og/eða reynslu af alþjóðlegum mannúðarmálum, alþjóðasamskiptum, mannfræði

 

      Fyrri vettvangsreynsla í svipuðu hlutverki í sjálfboðasamtökum.

 

HALDA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA FUNDI ÞAR SEM ÉG GET FENGIÐ MEIRI UPPLÝSINGAR OG RÆTT VIÐ VETTVANGSSTARFSFÓK

 

Læknar án landamæra halda  upplýsingafundi. Þar færð þú nákvæmar upplýsingar um starf okkar, og getur spurt vettvangsstarfsfólk spurninga um vettvangsvinnu og einnig spurt annað starfsfólk á skrifstofunni, sem vinnur að öflun nýliða .

Við auglýsum alla komandi viðburði á Facebook síðunni okkar.

 

Ef þú hefur mikinn áhuga á að verða starfsmaður á vettvangi, mælum við með að þú takir þátt í einum af þessum upplýsingafundum áður en þú sendir inn umsókn.

 

Upplýsingafundur stendur í u.þ.b. tvær klukkustundir, þar með talið spurningar og svör.

 

HVAÐA STARFSGREINAR/REYNSLA ERU ÁHUGAVERÐAR FYRIR LÆKNA ÁN LANDAMÆRA VIÐ RÁÐNINGU VETTVANGSSTARFSFÓLKS?

 

Læknar án landamæra ráða starfsfólk með læknisfræði og starfsfólk sem ekki hefur læknisfræðilega menntun til verkefna á vettvangi. Allt þetta fólk tekur með sér faglega hæfileika sína, reynslu sína og skuldbindingu og ósk um að uppfylla þær þarfir sem mæta okkur á vettvangi.

 

Verkefni okkar hafa marga staðbundna starfsmenn og fáa alþjóðlega vettvangsstarfsmenn. Að meðaltali höfum við tíu þjóðlega starfsmenn á móti hverjum alþjóðlegum vettvangsstarfsmanni í hverju verkefni.

 

Þjóðlegu starfsmennirnir inna af hendi ýmis störf, allt frá tæknilegum og stjórnunarlegum stuðningi, til hjúkrunarfólks og læknisfræðilegrar sérfræði. Lestu meira um hin ýmsu snið hér (link).

 

LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA KREFJAST MINNST TVEGGJA ÁRA VIÐEIGANDI STARFSREYNSLU: MERKIR ÞAÐ, FYRIR SÉRFRÆÐILÆKNA, TVÖ ÁR EFTIR AÐ ÞEIR VORU VIÐURKENNDIR Í NÚVERANDI SÉRGREIN?

 

Nei, ekki fyrir sérfræðilækna, lesið meira undir hverju sniði. Fyrir aðrar starfsgreinar er krafa um lágmark tveggja ára viðeigandi starfsreynslu.

 

Ef þú ert ekki viss hvort þú hefur næga reynslu, biðjum við þig að senda okkur ferilskrá (CV) þína svo við getum gefið þér ákveðin svör og ráðgjöf sem byggist á nánari upplýsingum um þitt tiltekna snið.

 

HVE LANGAN TÍMA TEKUR RÁÐNINGARFERLIÐ? HVE LÖNGU ÁÐUR EN ÉG GET FARIÐ ÚT Á ÉG AÐ SÆKJA UM? HVAÐ HEFUR ÞAÐ Í FÖR MEÐ SÉR?

 

Það besta er að sækja um í góðan tíma áður en þú getur farið á vettvang. Mundu að ferlið felur í sér bæði ráðningu, undirbúningsnámskeið fyrir brottför - og ekki minnst allt ferlið við að finna viðeigandi verkefni fyrir einstakling með þína reynslu einmitt á því tímabili sem þú getur farið. 

 

Það er algengt að það taki allt að fjórum mánuðum frá því umsókn berst þar til farsæl ráðning hefur átt sér stað.

 

Hér sést hvernig skrefin í ferlinu líta út:

 

1.     Umsækjandi sækir um rafrænt í gegnum umsóknargáttina okkar og hleður upp hvatningarbréfi, uppfærðri ferilskrá (CV) og skjölum um formlega menntun

 

2.     Umsækjendur sem teljast koma til greina verða að gangast undir könnun á tæknilegri færni sem skiptir máli fyrir hlutverk þeirra.

 

3.     Umsækjendur sem eru taldir hæfir, með rétta færni og hvatningu eru boðnir til alhliða viðtals

 

4.     Viðtölin standa yfir í heilan dag og fara fram á skrifstofu Lækna án landamæra í Ósló allt árið um kring. Lækna án landamæra standa ekki straum af útgjöldum vegna ráðningarferilsins

 

5.     Eftir farsæla ráðningu er umsækjendum boðið til ´onboardingdag´ til að læra meira um ferlið framundan

 

6.     Umsækjandinn tekur eftir þetta þátt í undirbúnings námskeiði fyrir brottför. Námskeiðið stendur yfir í 6 til 12 daga, allt eftir sniðinu þínu. Ferðir og uppihald eru greidd af Læknum án landamæra

 

7.     Fyrst eftir að undirbúningsnámskeiðinu er lokið telst þú vera virkur vettvangsstarfsmaður með öllu því sem það felur í sér af eftirfylgni og upplýsingum áður en þú getur farið á vettvang 

 

Hvaða vettvangsverkefni sem þú verður send(ur) í fer algjörlega eftir þörfunum á vettvangi. Með nærveru í yfir 70 löndum og með meira en 3.500 alþjóðlega vettvangsstarfsmenn í vinnu öllum stundum um allan heim, er það púsluspil að fá bitana til að passa saman þannig að við fáum þig einmitt inn þar sem þú passar best á þeim tíma sem þú ert til ráðstöfunar. Vinnan við að að finna passandi vettvangsverkefni fyrir þig getur venjulega tekið frá fjórum vikum og allt að sex mánuðum frá því að þú varðst virkur vettvangsstarfsmaður.

 

REIKNAST KANDIDATTÍMABILIÐ SEM VIÐEIGANDI STARFSREYNSLA?

 

Já. Kandidattímabilið reiknast sem viðeigandi starfsreynsla, og telst með í kröfunni um tveggja ára viðeigandi reynslu til að geta sótt um.

 

ÞARF ÉG NÁMSKEIÐ Í HITABELTISLÆKNINGUM TIL AÐ GETA UNNIÐ SEM LÆKNISFRÆÐILEGUR STARFSMAÐUR?

 

Já. Þú verður að hafa staðist námskeið í hitabeltislækningum sem er viðurkennt af Læknum án landamæra, eða hafa að lágmarki eins árs viðeigandi starfsreynslu fra hitabeltissvæðum. Undantekning frá þessu eru kvensjúkdómalæknar, svæfinalæknar og skurðlæknar.

 

Sjá þá skóla sem bjóða námskeið í hitabeltislækningum sem eru viðurkennd af Læknum án landamæra (link)

 

Við ráðleggjum þér að senda umsókn þína til okkar eftir að þú hefur fengið skírteini um staðið námskeið í hitabeltislækningum, viðurkenndu af Læknum án landamæra. Þannig getur þú gefið okkur nákvæmar dagsetningar um það hvenær þú ert tiltæk(ur) fyrir verkefni.

GET ÉG SÓTT UM ÞÓ SVO AÐ ÉG HAFI EKKI STUNDAÐ STARFSGREIN MÍNA Í NOKKUR ÁR?

 

Umsækjendur um læknisfræðilegar og para-læknisfræðilegar stöður geta ekki haft hlé á klínískri reynslusögu í meira en tvö ár. Þeir eiga að nota færni sína í krefjandi umhverfi og verða að hafa uppfærða sérþekkingu.

 

Enda þótt það sé ekki sama regla fyrir ekki-læknisfræðileg snið, geta möguleikar umsækjanda minnkað ef þeir hafa ekki viðeigandi eigin reynslu á undangengnum þrem eða fjórum árum.

 

Þetta verður að meta í hverju einstöku tilfelli.

 

ERU MÖGULEIKARNIR MEIRI EF ÉG HEF UNNIÐ Í EKKI-VESTRÆNU LANDI MEÐ LÁG LÍFSKJÖR?

 

Já. Með slíkri reynslu hefur þú á nokkurn hátt orðið fyrir svipuðu umhverfi og því sem þú munt verða fyrir á vettvangi. Þú veist hvað það þýðir að vinna á stað sem er öðruvísi, og langt frá þínu kunnuglega umhverfi á margan hátt.

 

Á vettvangi er nauðsynlegt að vera sjálfstæð(ur), örugg(ur) varðandi færni þína og fær um að taka eigin ákvarðanir án þess stuðnings og eftirlits sem þú ert vön/vanur við að heiman. Hafir þú orðið fyrir þessu einhverntíma áður og veist að þú ræður við það mun sú reynsla vega jákvætt.

 

HVAÐA ERLEND TUNGUMÁL ÆTTI ÉG AÐ KUNNA TIL ÞESS AÐ AUKA MÖGULEIKA MÍNA Á RÁÐNINGU?

 

Alþjóðlegu vinnutungumálin sem Læknar án landamæra nota eru franska og enska. Franska og/eða arabíska (að minsta kosti stig B1) auka líkurnar á ráðningu.

 

Þú skalt líka veita því athygli að á vettvangi munt þú vera í fjölmenningarlegu umhverfi og þú ert að öllum líkindum sá eini með norsku sem móðurmál og hugsanlega að enginn hinna hafi ensku sem sitt fyrsta erlenda tungumál.

 

ÞARF ÉG AÐ VERA NORSKUR RÍKISBORGARI TIL ÞESS AÐ STARFA MEÐ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA?

 

Læknar án landamæra geta aðeins tekið við umsóknum fyrir störf á vettvangi frá norskum ríkisborgurum, eða þeim sem hafa fengið atvinnuleyfi í Noregi, en þú þarft ekki að hafa norska löggildingu.

 

Varðandi flóttamenn getum við aðeins tekið við umsóknum fyrir vettvangsstörf ef þú hefur gilt ferðaskírteini.

 

Ef þú ert Íslendíngur getur þú sótt um og farið í gegn um ráðningarferlið hjá Læknum án landamæra í Noregi.

 

Ef engin af kröfunum sem nefndar eru hér að framan eiga við þig, geta Læknar án landamæra í Noregi því miður ekki tekið við umsókn frá þér.

 

Það er aftur á móti hugsanlegt að einhver af skrifstofum okkar geti metið þig til vettvangsstarfa. Hafið endilega samband við einhverja af starfsmiðstöðvum okkar í Amsterdam, Barcelona, Brussel, Genève eða Paris.

 

HVENÆR ER BESTI TÍMINN TIL AÐ SÆKJA UM?

 

Þú getur sótt um þegar þú hefur ákveðna dagsetningu fyrir verkefni, venjulega um það bil átta mánuðum áður en þú vilt út á vettvang.

 

GET ÉG SÓTT UM EF ÉG HEF EKKI HREINA SAKASKRÁ/FYRRI BROT?

 

Læknar án landamæra mismuna engum, sama á hvaða grundvelli sem er. Öllum hugsanlegum umsækjendum verður samt sem áður að vera ljóst að verði þeir ráðnir, mun verða nauðsynlegt að skoða sakaskrá og vottorð um góða hegðun.

 

Að hafa hlotið dóm þarf ekki endilega að leiða til höfnunar á starfsumsókn, en þetta mun verða metið einstaklingsbundið.

 

Þær kröfur sem um ræðir hér geta falið í sér möguleikinn á að sækja um vegabréfsáritun til ákveðinna landa.

 

RÁÐA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA AÐSTOÐARFÓLK TANNLÆKNA OG TANNLÆKNA?

 

Nei. Við ráðum ekki aðstoðarfólk tannlækna eða tannlækna til verkefna okkar á vettvangi.

 

RÁÐA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA ÞROSKAÞJÁLFA, SJÚKRAÞJÁLFA OG STARFSFÓLK SJÚKRABÍLA?

 

Nei. Læknar án landamæra hafa ekki þörf fyrir að ráða starfsfólk með þessi snið, af því að í þessar stöður er ráðið staðbundið.

 

GILDA EFRI ALDURSMÖRK FYRIR STARFSFÓLK Á VETTVANGI?

 

Læknar án landamæra mismuna ekki á grundvelli aldurs. Samt sem áður verður starfsfólk á vettvangi að hafa bæði andlega og líkamlega burði, sem gerir þeim kleyft að ráða við hugsanlega mjög krefjandi aðstæður á vettvangi.

 

Í Noregi tryggja tryggingar starfsfólk á vettvangi upp að 67 ára aldri.

 

HVAÐA OPINBER SKJÖL VERÐ ÉG AÐ HAFA TIL ÞESS AÐ SÆKJA UM STÖÐU SEM MENNINGARTÚLKUR?

 

Áhugasamir umsækjendur skulu vera norskir ríkisborgarar eða hafa atvinnuleyfi í Noregi til þess að við getum meðhöndlað umsókn frá þeim.

 

Varðandi flóttafólk getum við aðeins tekið við umsókn um vettvangsstörf ef þú hefur gilt norskt ferðaskilríki.

 

GET ÉG SÓTT UM EF ÉG HEF GEGNT HERÞJÓNUSTU?

 

Já. Þeir sem hafa verið fastráðnir í herþjónustu geta sótt um hafi þeir fullkomlega lokið starfssamningi sínum við herinn þegar þeir fara í vettvangsstörf með Læknum án landamæra.

 

Fyrrum hermenn verða ekki sendir til landa þar sem þeir hafa gegnt herþjónustu.

 

Ef starfsmaður er meðlimur í hernaðarsamtökum og mannúðarsamtökum samtímis getur það valdið hagsmunaárekstrum.

 

Læknar án landamæra, sem óháður mannúðaraðili leitar eftir í verki að vera sérstaklega óháður og hlutlaus aðili í öllum sínum verkefnum. Þessi grundvallaratriði kunna að vera í hættu ef samtökin væru með virka starfsmenn í verkefnum, sem samtímis væru aðilar að hernaðarsamtökum.

 

Verkefni

 

Í HVAÐA LANDI KEMUR ÞÚ AÐ ÖLLUM LÍKINDUM TIL MEÐ AÐ STARFA Í EF ÞÚ SÆKIR UM HJÁ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA Í NOREGI?

 

Þetta ræðst af mörgum þáttum, fyrst og fremst þörfum í verkefnum okkar, og hvaða færni, reynslu og tungumálakunnáttu þú býrð yfir. 

 

Það er mikilvægt að leggja áherslu á að við ráðum ekki fólk til sérstakra starfa eða til sérstakra landa. Við ráðum fólk sem uppfyllir skilyrði okkar, og síðan reynum við að finna stöðu við hæfi.

 

Þegar þú sækir um starf hjá okkur, sækir þú um almennt starf hjá Læknum án landamæra.

 

HVE LÖNG ERU VERKEFNIN?

 

Þú þarft að vera tiltæk(ur) í sex til tólf mánuði fyrir þitt fyrsta verkefni. Annað verkefnið þitt, og þau sem þú hugsanlega færð eftir það, eru mislöng og geta verið styttri.

 

Hve löng verkefnin eru ræðst af þörfunum á vettvangi. Því lengra tímabil sem þú ert tiltæk(ur), þeim mun betra, þar sem þú munt geta unnið að uppbyggingu á staðbundinni færni í löngum verkefnum. Þessi krafa gildir ekki fyrir kvensjúkdómalækna, skurðlækna og svæfingalækna.

 

HVE MIKILVÆGUR ER SVEIGJANLEIKI Í SAMBANDI VIÐ ÞAÐ HVENÆR ÉG GET FARIÐ Í VERKEFNI?

 

Það eru mjög litlar líkur á að verkefnið þitt byrji á fyrsta deginum sem þú ert tiltæk(ur). Þess vegna mun vettvangsstarfsmaður, sem er sveigjanlegri hvað varðar möguleika á að fara, verða metinn til fleiri lausra verkefna. Til dæmis getur umsækjandi sem er er tiltækur fyrir verkefni í níu mánuði innan tólf mánaða tímabils verið metinn til miklu fleiri lausra verkefna.

 

GET ÉG SÓTT UM ÞÓ SVO AÐ ÉG SÉ  TILTÆK(UR) Í MINNA EN SEX MÁNUÐI?

 

Allir nýir vettvangsstarfsmenn skuldbinda sig fyrir sex til tólf mánuði í fyrsta vekefni. Umsóknir, sem uppfylla ekki kröfu um lágmarkstímabil fyrir að vera tiltæk(ur) í vettvangsverkefni, verða ekki teknar til greina.

 

Undantekningar frá þessari kröfu eru:

 

      Skurðlæknar, svæfingalæknar og fæðingalæknar/kvensjúkdómalæknar geta fengið verkefni frá sex vikum til sex mánaða, að afloknu fyrsta verkefni í um það bil þrjá mánuði.

 

      Barnalæknar geta stundum fengið verkefni sem eru innan við sex mánaða tímabil.

 

      Það kann að vera þörf fyrir skurðstofuhjúkrunarfræðinga og svæfingahjúkrunarfræðinga í styttri verkefni, en það er rétt að benda á að hér er um að ræða takmarkaðan fjölda staða. Þess vegna getur þú verið send(ur) á vettvang sem almennur hjúkrunarfræðingur, með sömu kröfur um aðgengi og gildir um flestar aðrar stöður.

 

GET ÉG TILGREINT STAÐI SEM ÉG ÓSKA EKKI EFTIR AÐ FARA TIL, EÐA STAÐ SEM ÉG ÓSKA SÉRSTAKLEGA EFTIR AÐ FARA TIL?

 

Það er hluti af umboði okkar, eins og það stendur í stofnskrá okkar, að við veitum fólki aðstoða án tillits til þess hver eða hvar það er. Þess vegna biðjum við fólk sem starfar fyrir okkur að samþykkja þessa grundvallarreglu og vera tilbúið til að fara þangað sem Læknar án landamæra telja að þörfin sé mest og þar sem við teljum að þú sért best hæf(ur) til þess að veita aðstoð

 

Til dæmis gætir þú haft tungumálakunnáttu, menningarreynslu og þess háttar sem hentar ákveðnum löndum. Það verður að taka tillit til þessa þegar við metum þig til starfs, en almennt staðsetjum við fólk á grundvelli þarfa í verkefnum okkar - en ekki samkvæmt óskum einstaklinga.

 

FÁ VETTVANGSSTARFSMENN HJÁ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA GREIÐSLUR FYRIR ?

 

Vettvangsstarfsmenn fá mánaðarlegt endurgjald sem nemur 14.500 NOK á mánuði í fyrstu 12 mánuðina sem þeir eru á vettvangi, óháð sniði, reynslu og aldri.

 

Eftir fyrsta árið munu launin hækka smám saman með aukinni reynslu við störf á vettvangi hjá Læknum án landamæra. En það munu samt sem áður aldrei verða sérlega há laun þar sem ein af grundvallarreglum okkar er að það sé ekki launaupphæðin sem sé hvatinn að því að starfa hjá okkur.

 

Að auki munt þú fá greidda daglega fæðispeninga á vettvangi sem eiga að duga fyrir mat, drykkjarvörum og nauðsynlegum persónulegum útgjöldum á meðan þú starfar í verkefni. Fæðispeningar eru greiddir í gjaldmiðli viðkomandi lands og eru breytilegir á milli landa og ákvarðast af verðlagi þar sem þú ert.  

 

HVAÐA ÚTGJÖLD SJÁ LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA UM Í SAMBANDI VIÐ VERKEFNI Á VETTVANGI?

 

      Allar samgöngur á landsvísu og alþjóðlegar, sem tengjast verkefnum á vettvangi

 

      Öll framfærsla og húsnæði á ferðalagi og á vettvangi

 

      Allar viðeigandi bólusetningar

 

      Tryggingar, þar með taldar ferða-, líf-, og örorkutryggingar

 

      Lífeyrisiðgjöld (norskir ríkisborgarar)

 

      Heilsufarsskoðun fyrir og eftir verkefni

 

      Heimsending af læknisfræðilegum orsökum, ef nauðsyn krefur

 

      Sálfræðilegt eftirlit

 

Sjá kosti og þróunarmöguleika til að fá frekari upplýsingar. (link)

 

ER ÉG TRYGGÐUR Á VETTVANGI?

 

Já. Læknar án landamæra sjá um allar tryggingar sem þú þarft á að halda, þar á meðal:

 

      Sjúkratryggingu

      Ábyrgðartryggingu

      Örorkutryggingu

      Slysatryggingu í starfi

      Faglegar skaðabætur (aðeins fyrir starfsmenn með heilbrigðissnið)

      Farangurstryggingu

 

NB: Dýra persónulega muni eins og myndavél og tölvu gætir þú þurft að tryggja sjálf(ur).

 

ÞARF ÉG AÐ FARA Í HEILSUFARSSKOÐUN ÁÐUR EN ÉG FER Á VETTVANG?

 

Já, þú þarft að standast læknisfræðilega viðurkennda skoðun. Ef þú þjáist af langvarandi, krónískum, sjúkdómi og veltir því fyrir þér hvort það geti samræmst starfi á vettvangi, ráðleggjum við þér að hafa samband við þann aðila sem er ábyrgur fyrir ráðningum hjá okkur til þess að fá sendar leiðbeiningarnar sem heimilislæknirinn notar sem grundvöll fyrir þannig afgreiðslu.

 

Allar heilsufarslegar upplýsingar eru trúnaðarmál.

 

GET ÉG FARIÐ Á VETTVANG ÁSAMT MEÐ SAMBÝLINGI/FJÖLSKYLDU MINNI?

 

Nei. Allar stöður þeirra sem fara í fyrsta skipti til starfa á vettvangi eru án fylgdar. Á flestum verkefnisstaðanna er heldur ekki leyfi til heimsóknar frá vinum eða fjölskyldu.

 

Það er hægt að bjóða reyndu starfsfólki á vettvangi stöðu umsjónarmanns með fylgd, allt eftir þörfinni á vettvangi.

 

GETUR HVER SEM ER FARIÐ TIL STARFA Í VETTVANGSVERKEFNI Á EIGIN REIKNING SEM SJÁLFBOÐALIÐI/AÐSTOÐARMAÐUR? GETUR HVER SEM ER SEM FYRIR TILVILJUN ER STÖDD/STADDUR Á SVÆÐI ÞAR SEM VERKEFNI ER Í GANGI, KOMIÐ Í HEIMSÓKN EÐA EF TIL VILL VEITT AÐSTOÐ Í EINA EÐA TVÆR VIKUR?

 

Nei, teymin sem við sendum á vettvang hafa ekki rúm fyrir áheyrnarfulltrúa, aðstoðarfólk sem ekki er þjálfað, læknanema, stúdenta eða aðra sem ekki búa yfir hæfni til þess að vera fullgildir þátttakendur í störfum verkefnisins.

 

HAFIÐ ÞIÐ STÖÐUR FYRIR UNGLÆKNA Í VERKEFNUNUM? HAFIÐ ÞIÐ STÖÐUR FYRIR LÆKNASTÚDENTA?

 

Nei. Því miður krefjast aðstæður í vettvangsverkefnunum fullrar athygli teymanna, og þau hafa ekki ráðrúm til að fylgjast með, hafa eftirlit með eða meta unglækna og stúdenta.

 

HVE LÖNGU FYRIR VÆNTANLEGT VERKEFNI FÆ ÉG VIÐVÖRUN?

 

Þegar þú ert tiltæk(ur) reynum við að veita allt að tveggja mánaða viðvörun, en það er ekki alltaf mögulegt því þarfirnar á vettvangi geta breyst með stuttum fyrirvara. Því styttri viðvörun sem þú þarft áður en þú getur farið á vettvang þeim mun fleir stöður er hægt að meta þig fyrir. Undantekning á þessu gildir fyrir svæfingalækna, kvensjúkdómalækna og skurðlækna, þar sem upp geta komið bráðaþarfir. En það eru líka möguleikar á langtíma skipulagningu í okkar reglubundnu verkefnum.

 

FÆ ÉG SAMNING?

 

Já, Læknar án landamæra munu undirrita tímasettan og tímabundinn starfssamning við þig.

 

Sem ráðinn í starf munt þú fá mánaðrlegar greiðslur, lífeyrisiðgjald, alhliða tryggingafyrirkomulag, bólusetningar og aðra aðstoð varðandi heilsu, sálfræðilega aðstoð og tilheyrandi útgjöld.

 

Á vettvangi

 

FÆ ÉG ÞJÁLFUN Á VETTVANGI?

 

Læknar án landamæra hafa sem markmið að vettvangsstarfsmaðurinn sem þú tekur við af veiti þér þjálfun í þínu hlutverki á vettvangi.

 

En slík skörun er samt sem áður ekki alltaf möguleg eftir því hver staðan er, samhenginu í verkefninu, stjórnsýslulegum aðgerðum og aðgengi þess einstaklings sem þú kemur í staðinn fyrir, til dæmis ef viðkomandi hefur farið heim fyrr en ráðgert var af heilsufarsástæðum.

 

HVAÐ GET ÉG BÚIST VIÐ AÐ GERA SEM LÆKNIR Á VETTVANGI?

 

Störfin á vettvangi eru undir verkefninu komin og ástandinu í landinu. Venjulega taka læknar þátt í klínískri starfsemi, leiðsögn og þjálfun staðbundins læknisfræðilegs starfsfólks, í viðbót við læknisfræðilega gagnaöflun og stjórnunarverkefni.

 

Þetta er það sama og fyrir aðrar starfsstéttir heilbrigðisþjónustu, en hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og aðrir heilbrigðissérfræðingar munu að auki hafa talsverð mannaforráð yfir staðbundnu starfsfólki í eigin teymi.

 

HVERNIG MEÐHÖNDLA LÆKNAR ÁN LANDAMÆRA ÖRYGGI Á VETTVANGI?

 

Læknar án landamæra hafa alhliða málsmeðferð varðandi áhættustýringu og öryggisreglur í sérhverju verkefni, sem byggjast á greiningu og eftirliti með ástandinu í löndunum þar sem við störfum.

 

Starfsfólki á vettvangi er gerð grein fyrir ástandi öryggis í landinu áður en það fer á vettvang, og síðan eru veittar sértækar upplýsingar um öryggi og ítarleg kynning á gildandi reglum og venjum við komu á verkefnissvæðið.

 

Það er skylda hverjum og einum að skilja, samþykkja og fylgja öllum leiðbeiningum bæði varðandi hegðun og öryggi. Brjóti einstaklingur þetta verður hann sendur heim.

 

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir og viðurkenna að þrátt fyrir að Læknar án landamæra gera sitt ítrasta til þess að draga úr áhættu þar sem við vinnum, mun aldrei verða hægt að útiloka áhættu fullkomlega.

 

Sérhver vettvangsstarfsmaður samþykkir ákveðna persónulega áhættu fylgjandi því að fara á vettvang.

 

HVER ER VINNUTÍMINN Á VETTVANGI?

 

Vinnutími er mjög breytilegur og fer eftir verkefninu. Venjulega hefur þú einn frídag á viku. Starfið getur oft verið erilsamt og dagarnir langir.

 

FÆ ÉG EINHVERS KONAR FRÍ  Á MEÐAN VERKEFNIÐ STENDUR?

 

Venjulega er gefið fimm daga frí eftir þrjá mánuði í starfi, en á samningi sem er skemmri en sex mánuðir munt þú aðeins fá þessa daga greidda og þú getur ekki tekið út fríviku á meðan á dvöl þinni stendur. Ef þú vinnur í tólf mánuði munt þú vinna þér inn 30 daga launað frí á árinu.

 

Að auki getur þú nýtt þér staðbundna þjóðlega hátíðisdaga í landinu sem þú vinnur í eða auka leyfi til hvíldar og slökunar í samræmi við sérstakar aðstæður í verkefninu.

 

HVAÐA AÐSTOÐ ER FÁANLEG Á VETTVANGI OG ÞEGAR ÞÚ KEMUR HEIM FRÁ VERKEFNI?

 

Í höfuðstað landsins sem þú starfar í er stjórnunarteymi með reyndum vettvangsstarfsmönnum sem samræma öll verkefnin í landinu. Verkefnið sem þú starfar við mun hafa stjórnunarteymi með reyndum vettvangsstarfsmönnum og þessir munu sjá um að samræma starfsemina í verkefninu þínu.

 

Þessi teymi munu veita þér stuðning á meðan á öllu verkefninu stendur þegar þú hefur þörf fyrir það. Þú munt m.a. hafa stjórnendur innan þíns fagsviðs sem svo hafa tæknilegan stuðning frá mismunandi ráðgjöfum á aðalskrifstofunni, það er að segja að þú sem læknir gætir til dæmis haft hjúkrunarfræðing sem stjórnanda. Að auki hafa Læknar án landamæra umfangsmiklar greinargerðir, leiðbeiningar og viðmiðunarefni aðgengilegt fyrir þig, bæði á netinu og á prenti.

 

Læknar án landamæra bjóða einnig upp á sálfélagslegan stuðning að afloknu verkefni.

Möguleikar á stafsframa

 

ER HÆGT AÐ VIÐURKENNA TÍMA MINN Á VETTVANGI MEÐ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA SEM HLUTA AF LÆKNISFRÆÐILEGRI SÉRFRÆÐIMENNTUN MINNI? 

 

Það er undir sérfræðigrein þinni komið og þeirri reynslu sem þú hefur fengið á vettvangi. Þú verður sjálfur að sækja um slíka viðurkenningu eftir að verkefninu er lokið, en við mælum með að þú fyrirfram kynnir þér vel þær reglur sem gilda og hugsanlegar kröfur um gögn til að gera ferlið auðveldara.

 

HALDIÐ ÞIÐ EINHVER NÁMSKEIÐ FYRIR ÞAU SEM HUGSA SÉR AÐ SÆKJA ÁÐUR EN ÞAU SÆKJA?

 

Nei. Læknar án landamæra halda sjálf ekki námskeið fyrir einstaklinga sem hafa í hyggju að sækja um.

 

GETIÐ ÞIÐ MÆLT MEÐ EINHVERJUM NÁMSKEIÐUM SEM HUGSANLEGIR UMSÆKJENDUR GETA SÓTT TIL ÞESS AÐ AUKA LÍKUR Á AÐ VERÐA FYRIR VALINU?

 

Nei, við mælum ekki með neinum sérstökum námskeiðum, en almennri sniðmótum (sjá kröfur undir hinum mismunandi sniðum).

 

HALDIÐ ÞIÐ EINHVER NÁMSKEIÐ FYRIR ÞAU SEM ÞEGAR ERU RÁÐIN TIL STARFA ÁÐUR EN ÞAU FARA Á VETTVANG?

 

Já, Læknar án landamæra halda undirbúningsnámskeið fyrir brottför fyrir umsækjendur sem hafa lokið árangursríku viðtali og sem mögulega munu fara fljótlega á vettvang.

 

Það er krafa um að hafa lokið þessu námskeiði áður en vettvangsverkefni hefst. Varðandi þau sem ráðin eru sem birgðastjórnendur eða í stjórnunarstörf getur einnig verið um að ræða námskeið meira tæknilegs eðlis fyrir fyrsta vettvangsverkefnið.

 

Þér verður að vera ljóst að það er takmarkaður fjöldi sæta í öllum þessum námskeiðum fyrir brottför. Þátttakendum verður forgangsraðað á námskeið fyrst og fremst út frá þeim þörfum sem við búumst við á vettvangi næstu mánuðina. Námskeiðslistar eru venjulega tilbúnir 4 - 6 vikum fyrir dagsetningu námskeiðanna.

 

HVERJIR ERU MÖGULEIKAR Á STARFSFRAMA FYRIR VETTVANGSSTARFSFÓLK HJÁ LÆKNUM ÁN LANDAMÆRA?

 

Læknar án landamæra hafa marga valmöguleika fyrir vettvangsstarfsfólk sem vilja stuðla að starfsframa innan samtakanna. Það eru margar stöður skipuleggjanda á vettvangi og á aðalskrifstofunni sem krefjast reynslu frá vettvangi. Við höfum námskeið sem aðstoðar þig við að taka skrefið upp í stjórnunarstöðu.

 

Við höfum mikla þörf fyrir reynda skipuleggjendur og stjórnendur með víðtæka reynslu. Það eru margar mögulegar leiðir til starfsframa.

 

Til dæmis getur læknir tekið þátt í fleiri vettvangsverkefnum og öðlast reynslu úr mismunandi samhengi. Síðan getur hann/hún tekið skrefið til að verða læknisfræðilegur teymisstjórnandi í verkefni, og eftir það læknisfræðilegur skipuleggjandi í höfuðborginni - hvort tveggja með ábyrgð á stefnumarkandi læknisfræðilegri forystu annarsvegar á verkefnastigi og hinsvegar á landsvísu.

 

Það er einnig hægt að verða verkefnaskipuleggjandi, tæknilegur ritari, ábyrgur fyrir landi eða að taka að sér eitt af mörgum stjórnendahlutverkum í samtökunum.
Við höfum mikla þörf fyrir vettvangsstarfsfólk sem vill starfa á vettvangi í mörg ár og vilja axla ábyrgð á læknisfræðilegri heildarstefnu og rekstri verkefna okkar.

 

HVAÐ EF ÉG SÆKIST EKKI EFTIR “STARFSFRAMA”, EN VIL HALDA ÁFRAM SEM VETTVANGSSTARFSMAÐUR?

 

Margir vettvangsstarfsmanna okkar velja vettvangsstörf með jöfnu eða ójöfnu millibili alla starfsævi sína í Noregi.

 

Þau samþætta starfsframa heimafyrir með venjulegu vettvangsstarfi og segja frá um aðgengi til vettvangsverkefna þegar einstaklingsbundnar aðstæður eða starfsskyldur leyfa. Læknar án landamæra hafa samstarfssamning við ráðningarfyrirtæki sem aðstoða vettvangsstarfsmenn við að finna störf þegar þeir koma aftur til baka frá vettvangi, ef þeir óska eftir því.

 

Tilboðið er bæði fyrir vettvangsstarfsmenn með læknisfræðilegan og ekki-læknisfræðilegan bakgrunn, og getur auðveldað að samþætta starfsframa heimafyrir og venjuleg vettvangsstörf.

 

HVE MARGIR SJÁLFBOÐALIÐAR VINNA FYRIR LÆKNA ÁN LANDAMÆRA?

 

Læknar án landamæra senda um það bil 3 500 alþjóðlega sjálfboðaliða á vettvang ár hvert og ráða um 31 500 staðbundna vinnufélaga. Að auki hafa samtökin margar staðbundnar skrifstofur víða um lönd sem veita aðstoð varðandi ráðningar á vettvangsstarfsfólki, safna peningum og þróa áætlanir og verkefni.

 

 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen