Lyfjafræðingur

Foto: Leger Uten Grenser

Lyfjafræðingur


Aðgangur að nauðsynlegum lyfjum er eitt mikilvægasta verkefnið hjá Læknum án landamæra. Lyfjafræðingar bera ábyrgð á umsjón með pöntunum, öflun, geymslu og dreifingu lyfja og lækningavarnings.

Hjem > Island > Hlutverk > Lyfjafræðingur

Lyfjafræðingar bera ábyrgð á pöntunum, framboði, birgðastöðu og drefingu lyfja og lækningatækja til þeirra spítala og heilsugæslna sem Læknar án landamæra reka og/eða styðja. Mjög mikilvægt er að fara í hvívetna eftir öllum þeim lögum og reglum sem gilda í viðkomandi landi. Sem lyfjafræðingur hjá Læknum án landamæra gætir þú verið beðin/n um að meta aðgengi og gæði þeirra lyfja sem koma til greina til innkaupa á svæðinu.  Eins gætir þú þurft að vinna með innlendum heilbrigðisyfirvöldum við að meta aðfangakeðjurog það hvernig best sé að geyma lyf við krefjandi aðstæður á stöðum með takmörkuðúrræði. 

Sem lyfjafræðingur hjá Læknum án landamæra berð þú ábyrgð á miðlægu apóteki og hugsanlega dreifðum apótekum á heilsugæslustöðvum og sjúkradeildum. Því fylgir sú ábyrgð að þjálfa og fylgja eftir þeim innlendu starfsmönnum sem tilheyra þínu teymi. Þú munt oft fá það verkefni að þjálfa ófaglært aðstoðarfólk í apótekum til starfa.  

Lyfjafræðingur á heilsuheilsugæslustöðinni í Olongba í Lýðveldinu Kongó kannar stöðu lyfjabirgða. Ljósmynd: Læknar án landamæra/Caroline Frechard. 

Hæfni

  • Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi. 
  • Skjalfest menntun sem lyfjafræðingur. 
  • Birgðahald og tryggja stjórnun lagers. 
  • Að lágmarki 2 ára viðeigandi starfsreynsla í sjúkrahússumhverfi. 
  • Geta til að innleiða ferla sem tryggja aðgengi og gæði á lyfjum sem keypt eru í innanlands. 
  • Reynsla af mannaforráðum og þjálfun. 
  • Þekking á HIV, berklum og meðferð við hitabeltissjúkdómum. 
  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen