Kvensjúkdómalæknir

Foto: Leger Uten Grenser / Abdoulaye Barry

Kvensjúkdómalæknir


Þú munt sem kvensjúkdómafræðingur / fæðingalæknir hjá Læknum án landamæra starfa í einu af mörgum verkefnum okkar þar sem við gefum æxlunarheilbrigði forgang.

Hjem > Island > Hlutverk > Kvensjúkdómalæknir

Líklegt er að kvensjúkdómalæknir / fæðingarlæknir þurfi að framkvæma bæði bráðar og skipulagðar aðgerðir, takast á við fæðingarfylgikvilla og sinna fæðingum með hjálp tækja, sjá um eftirfylgni aðgerða í samstarfi við svæfingalækni, auk þess að þjálfa og styðja bæði starfsfólk skurðdeilda og ljósmæður. Það getur reynt mjög á klíníska færni og viðbragðsflýti þar sem innviðir heilsugæslu á starfssvæðum okkar geta verið í molum.

Þú verður oft eini kvensjúkdómafræðingurinn í verkefninu og þannig ómissandi þegar úrræða er þörf vegna vandamála við fæðingu og þess vegna er vaktin oft án hléa svo lengi sem verkefnið stendur yfir. 

Gera þarf ráð fyrir því að greiningarbúnaður og aðstaða á skurðstofum sé takmörkuð, það er ekki einu sinni öruggt að þú hafir aðgang að röntgen- eða ómskoðunarbúnaði. 

Lestu meira um það að vera hluti af skurðlækningateyminu hér.

Hæfni

  • Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla mögulega starfsmenn okkar á vettvangi. 
  • Læknir sem lokið hefur sérhæfingu í kvensjúkdómafræðum. 
  • Vilji til að fara eftir starfsreglum Lækna án landamæra um meðferð sjúklinga (sem geta verið aðrar en menn eiga að venjast). 
  • Getur tekið að sér störf á vettvangi í að lágmarki 4 vikur eftir fyrsta verkefni sem er um það bil þrír mánuðir. 

Æskileg viðbótarhæfni

  • Vilji til að skuldbinda sig í allt að hálft ár. Mörg verkefni fela í sér umtalsverða þjálfun og miðlun færni og því eru í boði ákveðin verkefni sem geta staðið lengur. 

Athugið

Umsækjendur um stöðu kvensjúkdómalæknis þurfa að fylla út eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrá umsækjandans og spurningalisti verða yfirfarin og staðfest af tækniráðgjafa á sviði kvensjúkdómafræði. Þetta gerir starfsmaður Lækna án landamæra áður en til viðtals kemur. 

Nánari upplýsingar

Myndband með Séverine Caluwaerts frá einu verkefna okkar í Afganistan.  Séverine ber faglega ábyrgð á sviði kvensjúkdómafræði hjá aðalskrifstofunni í Timurgara. 

 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen