Fjármál

Foto: Tim Dirven/Panos Pictures

Fjármál


Sem mannúðarsamtök byggjum við aðstoð okkar og val á verkefnum alfarið á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á hverjum stað fyrir sig.

Hjem > Island > Fjármál
10.01.2018 | Oppdatert 20.08.2019
        

Meira en 6.1 milljón einstaklinga í heiminum styrkja samtökin og leggja með því grunninn að 95% af fjármögnun samtakanna. Þannig tryggjum við rekstrarlegt sjálfstæði og sveigjanleika. Þetta gerir okkur kleift að bregðast hratt við þegar neyðin kallar og vinna á stöðum þar sem önnur samtök sjá sér ekki alltaf fært að vinna.

Það sem eftir er af fjármagni samtakanna kemur frá stjórnvöldum og alþjóðasamtökum.

Þegar við vinnum við mannúðaraðstoð í aðstæðum þar sem margir og ólíkir hópar eru aðilar að átökum er hætta á misnotkun og þá treystum við eingöngu á einkafjármagn til að fjármagna starfsemi okkar.

Eftir ESB-Tyrkland samkomulagið árið 2016 taka samtökin ekki lengur við ríkisstyrkjum frá ESB eða einhverjum landa sem tengjast Evrópusambandinu, þ.m.t EES-löndunum.

Lesa meira um grundvallarreglur okkar (norska) (enska)

Foto: Albert Masias / Leger Uten Grenser


Hvernig verjum við fjármunum?

Læknar án landamæra eru frjáls félagasamtök, rekin án hagnaðar þar sem meira en 80% af fjármunum okkar renna beint til mannúðarverkefna. Afganginum er varið í stjórnun, eftirlit og í fjáröflun.

Læknar án landamæra vinna hörðum höndum að því að tryggja að vinna okkar skili sem mestum árangri og að kostnaður vegna stjórnunar og fjáröflunar sé sem minnstur.

Við tryggjum að við eigum ávallt næga fjármuni til að gera okkur kleift að bregðast án tafar við neyðarástandi án þess að þurfa að bíða eftir fjármögnun fyrir einstök verkefni.

Fjármálastjórn og gagnsæi

Öflugt eftirlit er með notkun fjármuna samtakanna og eru ársskýrslur allra hluta samtakanna aðgengilegar og opnar öllum.

MSF International Financial Report, sem er endurskoðuð skýrsla um fjármál Lækna án landamæra, veitir allra handa yfirlit yfir starfsemi samtakanna.

Í henni má sjá nákvæmt yfirlit yfir alla fjármálaliði, tekjur og gjöld og einnig má þar finna yfirlit yfir það hvernig fjármunum er varið og hvernig þeim er safnað.

Alþjóðlegar skýrslur Lækna án landamæra

Alþjóðlegar skýrslur um starfssemi og verkefni Lækna án landamæra um allan heim

Alþjóðlegar fjármálaskýrslur

Fjármálaskýrslur Lækna án landamæra í Noregi

 

 lesa líka 
 
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen