Ljósmóðir

Foto: Leger Uten Grenser / Sara Creta

Ljósmóðir


Hjá Læknum án landamæra þarf reglulega að vinna þar sem ríkir neyðarástand og líf sjúklinga er í hættu. 

Hjem > Island > Hlutverk > Ljósmóðir

Þú berð einnig ábyrgð á þjálfun og eftirfylgni með innlendum ljósmæðrum og aðstoðarfólki ljósmæðra í teymi þínu.  

Það er fastur liður í öllum áætlunum okkar um meðgöngu og fæðingar að leita uppi fólk að eigin frumkvæði. Það er mikilvægt að hafa skilning á því hvernig hefðbundnar yfirsetukonur vinna og byggja upp skilvirk tengsl við þær til þess að geta þróað áætlanir okkar í samfélögum þar sem við vinnum í samstarfi við íbúana. 

Lestu meira um það að vera hluti af skurðlækningateyminu hér.

Hæfni

  • Það þarf að uppfylla þau grunnskilyrði sem gilda um alla væntanlega starfsmenn okkar á vettvangi. 
  • Lágmark 2 ára starfsreynsla sem ljósmóðir. Standast hæfnismat. 
  • Hefur lokið námskeiði í hitabeltissjúkdómum sem viðurkennt er af Læknum án landamæra eða ert með að lágmarki 1 árs viðeigandi starfsreynslu frá hitabeltissvæðum. 
  • Skjalfest reynsla af því að takast á við mikla áhættumeðgöngu og flóknar fæðingar. 
  • Reynsla af fjölskylduáætlunum og heilbrigðisþjónustu fyrir móður og barn. 
  • Vill fara eftir siðareglum Lækna án landamæra (sem geta verið aðrar en menn eiga að venjast) 
  • Vilji til að eyða fóstri. 
  • Tilbúin/n til starfa á vettvangi í að lágmarki 6 mánuði. 

Æskileg viðbótarhæfni

  • Hefur tekið ALSO-námskeið (viðbrögð við bráðatilfellum á meðgöngu og í fæðingu). 
  • Starfsreynsla frá hitabeltissvæðum, heilsugæslu flóttafólks eða á sviði alþjóðlegrar lýðheilsu. 
  • Þekking á kynsjúkdómum og HIV/alnæmi. 
  • Getur unnið á vettvangi í að lágmarki hálft ár. 

Athugið:  Ljósmæður þurfa að leggja fram eyðublað um hæfnismat til viðbótar venjulegum kröfum vegna umsóknar. Ferilskrá og hæfnismat eru metin af tæknilegum ráðgjafa áður en boðað er til viðtals. 

  
STØTT OSS
Bli fast giver
Med private gaver kan vi hjelpe dem som trenger det mest, uavhengig av politikk og myndigheter.
ENGASJER DEG
Få nyhetsbrev
Få en dypere innsikt i vårt arbeid.

⇑  Til toppen